Þriðjudagur, 14. október 2014
Írsk ungmenni föst heima í fátækt
Atvinnuleysi meðal ungra Íra er 25 prósent. Um 42 prósent Íra á aldrinum 18 til 30 ára búa heima hjá foreldrum sínum þrátt fyrir að engin þjóð í Evrópu hafi misst til útlanda jafn stórt hlutfall í þessum aldurshópi.
Unga fólkið á Írlandi, sem fær á annað borð vinnu, er oft ýmist í ólaunuðum störfum eða atvinnubótavinnu á vegum hins opinbera.
Írski hagfræðingurinn David McWilliams rekur rannsóknir sem sýna hve hart atvinnuleysi leikur ungt fólk: þunglyndi, alkahólismi og styttri lífaldur eru meðal afleiðinganna.
Írar búa við evru og aðild að Evrópusambandinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.