Íslenska leiðin til bjargar alþjóðhagkerfinu

Íslendingar ættu að vita það manna best að peningar snúast um traust. Krónan hefur látið á sjá vegna þess að við sem samfélag höfum ekki staðið vörð um grundvöll krónunnar og leyft innistæðulausa prentun á peningum með tilheyrandi vantrausti og verðbólgu.

Hvort það sé huggun harmi gegn, skal ósagt, en í alþjóðlegri umræðu hagspekinga er látið eins og hægt sé að peningaprenta sig úr vanda núllvaxtar. 

Í Telegraph segir Jeremy Warner að stórkanónur hagfræðinnar ráðleggi núna að fleyja peningum úr þyrlu til að auka eftirspurn í hagkerfum og ræsa þannig heimshagkerfið sem er í lamasessi.

Undir þessum kringumstæðum gæti íslenska krónan orðið traustasti gjaldmiðillinn í veröld víðri.


mbl.is Veitir seðlabönkum of mikil völd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Það er alveg ljóst, eins og ég hef bent á alveg frá því að kreppan hófst, að eina leiðin til að minnka skuldirnar í heiminum er að keyra upp verðbólguna.

Með því rýrna allir sjóðir og lánin rýrna líka.

Þetta hljómar illa , en þetta er eina leiðin.

Sigurjón Jónsson, 14.10.2014 kl. 09:33

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"leyft innistæðulausa prentun á peningum með tilheyrandi vantrausti og verðbólgu"

Það er alveg í lagi að nota réttu orðin yfir þetta: verðtrygging útlána.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.10.2014 kl. 13:22

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Einmitt ekki Guðmundur, það verður að taka verðtrygginguna úr sambandi. með aukinni verðbólgu tapar fólk innistæðum sínum og lánastofnanir verða að tapa samsvarandi. Annars verður engin lausn.

Vantraustið skiptir engu í þessu sambandi, það er ekkert traust hvort eð er á lánastofnunum og hagfræðingum.

Það þarf að höggva á hnútinn og það gerist ekki nema með rýrnun verðmætis peninga.

Sigurjón Jónsson, 14.10.2014 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband