Mánudagur, 13. október 2014
Fréttastofa RÚV og fagleg fávísi
Blaðamennska er að velja fréttir og tíðindi sem upplýsa um stöðu mála. Á hverjum tíma reyna hinir og þessir að koma á framfæri slúðri, getgátum og spuna sem fréttum. Blaðamenn eiga að vinsa úr ruglinu og birta aðeins það sem heldur máli.
Frétt RÚV um málefni SÁÁ er handan alls velsæmis. Fréttastofan gleypir ruglið hrátt og dregur það á hæsta hún. Einnar heimildar blaðamennska af þessari sort í máli af þessu tagi er óafsakanleg fagleg fávísi.
Fréttastofa RÚV hlýtur að gera grein fyrir þessari yfirsjón og útskýra hvað fór úrskeiðis.
Athugasemdir
Sammála, fáránlegt af ríkisfjölmiðlinum að lepja þetta upp.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2014 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.