Bankamenn í lögbrotum, siðleysi og valkvæðum heiladauða

Bankamenn á Íslandi fyrir hrun stunduðu lögbrot og urðu berir að siðleysi. Þeir aftengdu dómgreindina með valkvæðum heiladauða og létu eins og allt væri í fína lagi fram að síðasta degi fyrir gjaldþrot.

Íslensku bankamennirnir fengu alþjóðalega aðvörun árið 2006 þegar álitsgjafar sögðu íslensku bankana ósjálfbæra. íslensku bankarnir gerðu ekkert til að vinda ofan af ofurskuldsetningu. Þeir gáfu út litprentaðan bækling kortéri fyrir hrun, árið 2008, undir heitinu Í faðmi sviptivinda. Þar segir m.a.

Þær raddir gerast nú háværari meðal erlendra og innlendra greiningaraðila að álagið sé alltof hátt og áhætta sem tengist íslensku bönkunum sé ofmetin. 

Hvergi vottar fyrir að íslensku bankamennirnir kveiki á þeirri staðreynd að bankarnir eru útblásin blaðra með ekkert innihald. Eina framlag íslenskra bankamanna er siðlaus áhætta, stórkostlegur hroki og glæpsamlegt gjaldþrot.

Ekki er hægt að dæma bankamennina fyrir siðleysi eða hroka. En fyrir lögbrotin eiga þeir á að fá makleg málagjöld. Annars virkar réttarkerfi okkar ekki. 


mbl.is Gjaldþrota með lánshæfiseinkunnina A
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það eru ýmis minnisstæð atvik frá þeim örlagatímum,en ég minnist ekki þessa bæklings,með glæsilegri mynd af konungi fuglanna. -Þá þegar hafði grunur vaknað í sérkennilegum samtölum við þjónustufulltrúa í verðbréfadeild.-...Og svo..! Endanleg útkoma í svart/hvítu “í faðm skiptimyntar”.

Helga Kristjánsdóttir, 13.10.2014 kl. 12:59

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ofsagt að bankarnir hafi ekki haft neitt innihald. Þeir höfðu bara ekki nægjanlegt innihald (raunverulega peninga) fyrir umsvif sín.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2014 kl. 13:03

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Andvaraleysið og sjálfsblekkingin voru á háu stigi og mörg dæmin um það.

Þáverandi seðlabankastjóri frábað sér það þegar hinir erlendu buðu hjálp við að vinda ofan af bankakerfinu og barðist þar á ofan gegn því að AGS rétti okkur hjálparhönd þegar allt var hrunið.

Ómar Ragnarsson, 13.10.2014 kl. 23:40

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Seðlabankastjóri varaði stjórnina við,en Ingibjörg Sólrún sagð hann í fýlukasti., Ags að bjóða hjálparhönd skilyrt; Ef þið fallið fram og tilbiðjið ESB !!!! Hvar var FME,eða ráðherra fjármála,?

Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2014 kl. 00:41

5 Smámynd: Elle_

Andvaraleysið var á háu stigi, já Ómar.  En að kenna Seðlabankastjóranum um er rangt.  Minni líka á að þeir voru 3.  Og eftir að Jóhanna kattasmali niðurlægði og rak þessa heiðursmenn, voru þeir allir eftirsóttir. 

Það að halda að AGS (IMF) sé hjálparhönd er mikil mistök.  Þeir skemma lönd.  Þeir lögðu Argentínu í rúst, svo mikil var hjálp þeirra við að selja ódýrt, mest ríkum útlendingum ríkiseigur, allt frá flugvöllum til járnbrauta.   

Elle_, 14.10.2014 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband