Reiðipólitík vinstrimanna: landbúnaður eða sjávarútvegur

Vinstripólitík gengur út á að kynda reiðibál í samfélaginu og fá fylgi út á reiðina. Síðustu daga og vikur eru Mjólkursamsalan og landbúnaðurinn eldsneyti fyrir reiði vinstrimanna. Eins og einatt er gjaldþrota RÚV í hlutverki klappstýrunnar og spilar með þing- og bloggliði vinstrimanna.

Til að reiðipólitíkin slái í gegn þurfa vinstrimenn að ganga í takt. Vinstrimenn, eins og Ögmundur Jónasson, sem hugsa sjálfstætt, eru úthrópaðir á götum og torgum vinstrisamfélagsins fyrir svik við pólitísku reiðibylgjuna sem á að leiða vinstriflokkana á sigurbraut.

Í tíð vinstristjórnar Jóhönnu Sig. beindist reiði vinstrimanna að sjávarútveginum. Vinstrimenn töluðu um kvótagreifa og arðræningja og stefndu að þjóðnýtingu sjávarútvegsins.

Elliði Vignisson vill létta af álögum á sjávarútveginn. Bréf Elliða er jafnframt árás á sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins, en sá flokkur er helsti skotspónn vinstrimanna vegna tengsla flokksins við landbúnaðinn.

Sjávarútvegur og landbúnaður eru undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar. Ef hægrimenn, þ.e. þeir sem starfa í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, láta vinstrimenn komst upp með árásir á þessar undirstöður efnahagskerfisins þá vita þeir ekki hvað til síns friðar heyrir.

 

 


mbl.is Verkstjórn sjávarútvegsráðherra áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hversu lengi verða þeir taldir friðsamir,sem líða andstæðingnum endalaus spörk í liðsmenn sína fyrir neðan beltisstað? - Gunguhátturinn er algjör.- Hversvegna heimtar ríkisstjórnin ekki meiri aðkomu að ríkisfjölmiðli okkar? -

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2014 kl. 09:22

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góð, greining hjá þér kæri Páll.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.10.2014 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband