Mánudagur, 6. október 2014
Hagtölur og vinsældir ríkisstjórna - hvað vantar?
Allar hagtölur á Íslandi er eru jákvæðar; hagvöxtur, lítil verðbólga, atvinnuástand með besta móti og ört batnandi efnahagur almennings, sem sést m.a. á stóraukinni sölu einkabíla.
Hvers vegna nýtur ríkisstjórnin þess ekki í vinsældum?
Pólitísk skilaboð ríkisstjórnarinnar eru óskýr. Heimavinnan, sem ríkisstjórnin átti að vinna við gerð fjárlagafrumvarpsins, var ekki unnin. Þess í stað var fjárlagafrumvarpinu hent í þingið ókláruðu með þeim skilaboðum að það mætti krukka í hitta og þetta en niðurstöðutölurnar yrðu að mæta kröfum ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög.
Stjórnarandstaðan stígur dans á mikilvægasta stefnumörkunarplaggi ríkisstjórnarinnar.
Fleiri nýir bílar á götunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er fólk í þessu landi sem kaupir nyja jeppa- svo er fólk sem á ekki fyrir mat-það er ekki í umræðunni- það passar ekki i myndina sem Stjórnmálamenn vilja gefa af ástandi sem þeir virðast ekki sjá ? Skítugu börnin hennar Evu ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 6.10.2014 kl. 19:47
Núverandi ríkisstjórn er vinstristjórn. Hagtölurnar eru svona góðar þrátt fyrir þessa og fyrri ríkisstjórn, þeir geta ekki þakkað sér neitt af því. Það virðast heldur engin mál kláruð.
Steinarr Kr. , 6.10.2014 kl. 21:45
Dans? Steppa út um alla hreppa í Rúv. í kvöld,enga gleði þar að finna. Hagar fagna ekki hagvexti ríkisstjórnar,þeirra hagur vex ef fá að flytja inn útlenda dýrustu geitaosta,nú og kjöt,man ekki hvort það er skjaldbökukjöt. Endilega að nota RÚV. til að ráðast að Mjólkursamsölunni,Esb-plönin á fullu gasi.
Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2014 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.