Sunnudagur, 5. október 2014
Egill gengur í Fylkisflokkinn: lífið er of flókið
Vinstrimenn eru duglegir að fitja upp á röksemdum til stuðnings því að Íslendingar gefi upp á bátinn forræði eigin mála. Fyrst átti að afhenda fullveldið til Brussel, með ESB-umsókn Samfylkingar, og núna er það Noregur sem á að taka yfir Ísland.
Egill Helgason lagði ESB-umsókninni lið. Núna skrifar hann í þágu málflutnings Gunnars Smára í Fylkisflokknum.
Rök Egils eru þau að lífið sé of flókið fyrir Íslendinga til að þeir lifi því í lýðveldinu. Vinstrimenn reyna stöðugt frumlegri röksemdir fyrir því að Íslendingar leggi sitt niður samfélag sitt.
Athugasemdir
Tekur um 20 sek. að ganga út hinu megin,ekki flókið.
Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2014 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.