Svana og spillingin hjá Samtökum iðnaðarins

Svana Helen Björnsdóttir varð undir í valdabaráttu í Samtökum iðnaðarins þegar hún féll fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannskjöri á síðasta Iðnþingi. Kristrún Heimisdóttir var látin hætta sem framkvæmdastjóri samtakanna í kjölfar ósigurs Svönu. Engar opinberar skýringar eru á valdabaráttunni. Þó er vitað að sumir harðdrægustu auðmenn landsins eru innstu koppar í búri samtakanna.

Svana skrifar grein í Morgunblaðið í dag og segir þar

Aðstæður í íslensku viðskiptalífi hafa hins vegar breyst mjög mikið á síðustu árum og lífeyrissjóðir fara nú með virka stjórnunarábyrgð í fleiri fyrirtækjum en nokkru sinni fyrr. Færin á einkaávinningi, liðssöfnun og myndun ríkisdæmis eru stórfelld og freistandi að beita áhrifum sem tiltæk eru. Við þessu verður að bregðast og siðvitið má þar ekki gleymast.

Svana tiltekur ekki dæmi um spillinguna en ræðir nauðsyn gagnsæis í skipun fulltrúa lífeyrissjóða í fyrirtækjum.

Dæmin um ,,einkaávinning," ,,liðssöfnun" og ,,myndun ríkidæmis"  hljóta að koma í kjölfarið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Kemur ekki á óvart.  Þar sem miklir fjármunir eru undir annarra stjórn en eigendanna er stutt í spillinguna.

Þórir Kjartansson, 4.10.2014 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband