Óekta Hallgrímur Helgason

Í útrásinni mærði Hallgrímur Helgason Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóra og var allt annað en ánægður þegar Davíð Oddsson, þávarandi forsætisráðherra, reisti skorður við veldi Jóns Ásgeirs. Í frægri grein spurði Hallgrímur

Við sem heima sitjum og skiljum ekki andúð forsætisráðherra gagnvart bestu viðskiptasonum Íslands, við spyrjum: Hvers vegna? Og eina svarið sem okkur dettur í hug er að hann sé einfaldlega búinn að sitja of lengi.

Þegar hrunið skall á í boði ,,bestu viðskiptasona Íslands" fréttist af Hallgrími í samfarastellingum á húddinu á bíl forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, frussandi á bílrúðuna. Hallgrímur var enn sannfærður um vonsku stjórnmálamanna og gæsku auðmanna.

 ,,Náriðill" segir gagnrýnandi um þekktasta verk hans. Greining frá aðstandenda viðfangsefnis Hallgríms er eftirfarandi

Bók­in, sem hann [Hallgrímur] kall­ar skáld­verk, og ég hef auðvitað lesið, er byggð á köfl­um svo mikið á ævi­sögu Bryn­hild­ar Georgíu frænku minn­ar að það jaðrar við ritstuld, en að sama skapi er hún skreytt með gjör­sam­leg­um skáld­skap sem ein­kenn­ist af of­beldi, klámi, nauðgun­um og svo rús­ín­unni í pylsu­end­an­um, að for­seta­son­ur­inn, nas­ist­inn, hafi nauðgað fimmtán ára dótt­ur sinni í Berlín í stríðslok.

Samfélagsrýni og skáldskapur Hallgríms eiga það sameiginlegt að vera óekta.


mbl.is Hvað gekk Hallgrími Helgasyni til?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband