Fimmtudagur, 2. október 2014
RÚV og Birgitta: stærstu mistök vinstrimanna
Umboðslausa ESB-umsókn Jóhönnustjórnarinnar klauf þjóðina þegar hún var í sárum eftir hrunið. Eftir kosningasigurinn vorið 2009 voru vinstrimenn í dauðafæri að verða raunsær valkostur við hægristjórn.
Vinstrimenn kunnu ekki með almannavaldið að fara og tileinkuðu sér ,,sekteríska" pólitík þar sem öfgum var lyft í öndvegi. Þjóðin refsaði Jóhönnustjórninni með því að lama hana í tveim þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave-samninga og slátraði stjórnarflokkunum í kosningunum 2013: Samfylkingin fékk 12,9% og Vg 10,9% fylgi.
Frétt RÚV um ummæli Birgittu Jónsdóttur hittir naglann á höfuðið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.