Miðvikudagur, 1. október 2014
Áfengið, unglingarnir og fákeppni
Unglingar eru helsti starfskraftur matvöruverslana. Ef áfengi verður selt í einkaverslunum er aðgengi unglinga að áfengi stóraukið, bæði þeirra sem þar starfa og annarra unglinga. Í viðtengdri frétt segir
Markaðsvæðing áfengis, ekki síst gagnvart börnum og unglinum með aðstoð fremstu ímyndarsérfræðinga og auglýsingafólks auk gríðarlegs fjármagns, hefði þannig ekkert með lýðræðislega umræðu að gera að hans sögn. Um væri að ræða einhliða, keyptan áróður sem byggði á ítrustu viðskiptahagsmunum en ekki velferð barna og unglinga.
Alþingi getur ekki samþykkt að fákeppnisverslunin hér á landi fái heimild að selja áfengi.
Rangt að Bónusvæða áfengissölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja, ef meirihluti háttvirtra þingmanna á löggjafasamkundunni sem Alþingi kallast telur að áfengi eigi að seljast í Bónus, Krónu, Nettó eða öðrum verslunum - nú, þá geta þeir það alveg. Semja bara lög þar um, greiða atkvæði já eða nei og ef já verður ofan á - þá er það samþyggt.
Þetta kallast lýðræði.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2014 kl. 13:09
Edit: ,,samþykkt".
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2014 kl. 13:09
Það verður líka álag á ungafólki sem starfar í verslunum ð útvega vín í partíið, framhjá aldurstakmörunum.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.10.2014 kl. 13:44
Hefur einhver nokkurn tímann heyrt umungling á Íslandi sem ekki getur orðið sér út um áfengi undanfarna marga áratugi ?
Hvað þá eiturlyf. Þetta er meira að segja í heimsendingu.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.10.2014 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.