Áfengið, unglingarnir og fákeppni

Unglingar eru helsti starfskraftur matvöruverslana. Ef áfengi verður selt í einkaverslunum er aðgengi unglinga að áfengi stóraukið, bæði þeirra sem þar starfa og annarra unglinga. Í viðtengdri frétt segir 

Markaðsvæðing áfeng­is, ekki síst gagn­vart börn­um og ung­l­in­um með aðstoð fremstu ímynd­ar­sér­fræðinga og aug­lýs­inga­fólks auk gríðarlegs fjár­magns, hefði þannig ekk­ert með lýðræðis­lega umræðu að gera að hans sögn. Um væri að ræða ein­hliða, keypt­an áróður sem byggði á ítr­ustu viðskipta­hags­mun­um en ekki vel­ferð barna og ung­linga. 

Alþingi getur ekki samþykkt að fákeppnisverslunin hér á landi fái heimild að selja áfengi. 

 


mbl.is Rangt að „Bónusvæða áfengissölu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ja, ef meirihluti háttvirtra þingmanna á löggjafasamkundunni sem Alþingi kallast telur að áfengi eigi að seljast í Bónus, Krónu, Nettó eða öðrum verslunum - nú, þá geta þeir það alveg. Semja bara lög þar um, greiða atkvæði já eða nei og ef já verður ofan á - þá er það samþyggt.

Þetta kallast lýðræði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2014 kl. 13:09

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,samþykkt".

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2014 kl. 13:09

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það verður líka álag á ungafólki sem starfar í verslunum ð útvega vín í partíið, framhjá aldurstakmörunum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.10.2014 kl. 13:44

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hefur einhver nokkurn tímann heyrt umungling á Íslandi sem ekki getur orðið sér út um áfengi undanfarna marga áratugi ?

Hvað þá eiturlyf. Þetta er meira að segja í heimsendingu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.10.2014 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband