Ísland virkar

Á Íslandi er nær ekkert atvinnuleysi, hagvöxtur er um 3 prósent og verðbólga er lág en samt fyrir ofan núllið. Af þessu leiðir er hagur íslenskra heimila betri en víðast hvar í heiminum og fer jafnt og þétt batnandi.

Á Íslandi eru meginþættir efnahagsstarfsseminnar stilltir til að veita sem flestum jafnasta hlutdeild í afrakstrinum innan ramma markaðshagkerfisins.

Fullveldið og krónan eru forsendan fyrir því að Ísland virkar.


mbl.is Jókst um 638 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þess vegna er svo mikilvægt að verja fullveldið,halda áfram að berjast gegn þeim sem ólmir vilja innlima land okkar í Evrópusambandið.

Helga Kristjánsdóttir, 1.10.2014 kl. 07:34

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Æðislegt! Maður fer bara að panta sér miða á þessa drauma-eyju...það hefur greinilega eitthvað mikið breyst frá því ég slapp þaðan síðast. Kannski allar fyrirbænirnar á Krists-deginum hafi gert útslagið...

Ekki nema síðuhaldari sé bara að grínast...svona eins og með Kristnu kjarnorkusprengjurnar.

Annars er það svo skrítið með okkur brottflutta pakkið sem höfum það ágætt í allri meintri vesældinni í Evrópusambandinu, að okkur hættir við að taka svona gríni með ákveðnum fyrirvara.

"Fullveldið" og íslenska krónan eru nefnilega svona fyrirbæri sem við söknum jafnvel minna en sauðkindarinnar, veðurfarsins og Framsóknarflokksins.

En endilega reynið að telja ykkur trú um að áburðarverksmiðjur, krónísk láglaunastefna og gengisfellingar í boði LíÚ, verðtryggingin, ónýtt lífeyrissjóðskerfi, mennta-kerfi í molum, engin heilbrigðisþjónusta, félagslegt óréttlæti, grasserandi spilling og vanhæfni á öllum sviðum geri þetta volaða sker eftirsóknarverðan stað fyrir "frjálst" fólk sem kýs stöðug lífsgæði í stað þrældóms og þjófnaðar.

Framsóknarmennska eða raunverulegt persónulegt fullveldi. Mitt val stendur.

Róbert Björnsson, 1.10.2014 kl. 09:49

3 Smámynd: Elle_

Róbert, ég er fullveldissinni, vil að Ísland stjórni sér sjálft og verði alls alls ekki undir yfirráðum Brusselvaldsins.  En mér dettur líka alls ekki í hug að halda að Ísland sé paradís.  Og er sammála þér um láglaunastefnuna, það er búið eða verið að eyða millistéttinni.  Þú gerir hinsvegar gys að orðinu fullveldi og það skil ég ekki.

Elle_, 1.10.2014 kl. 12:44

4 Smámynd: Elle_

Það er líka rangt að allir geti fengið vinnu í landinu sem vilji, nema 3%.  Það er fjöldi manns sem getur það ekki þar sem hann fær ekki vinnu við hæfi eða vinnu sem hann getur unnið og mikil mismunun og klíkuskapur og svindl í gangi.  Það hafa margir komið fram í síðunni og sagt það.

Elle_, 1.10.2014 kl. 12:55

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Ísland" gtur aldrei ,,stjórnað sér sjálft".

Einfaldlega vegna þess að ísland er ekki persóna á nokkurn hátt og getur þar af leiðandi ekki tekið neinar ákvarðanir.

Ísland sem slíkt er hlutlaust gagnvart mannskepnum. Landinu er bara alveg slétt sama um hvað menn bardúsa. Slétt sama.

Nú, að öðru leiti sýnir þetta vel - sem eg hef oft reynt að útskýra fyrir fólki - að þessar ,,fullveldi/sjálfstæði" vesen innbyggja hérna, er í raun trúarlegs eðlis.

Þ.e.a.s. að rök og málefnaleg umræða skiptir ekki máli - ekki frekar en rök skipta ofsa-trúaðan máli og oft má sjá td. á Mogga-bloggi.

Þetta er vandamál hjá innbyggjum Íslands.

Sumir innbyggjar hafa sett eitthvað orð eða hugtak ss. ,,fullvelfi/sjálfstæði" á stall og tilbiðja sem guð sinn og dansa síðan í kringum það eins og um gullkálfinn hér um árið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.10.2014 kl. 13:48

6 Smámynd: Elle_

Ef ég hefði vitað að þú kæmir þarna á eftir mér, og með þetta ólæsilega bull, hefði ég ekki verið að hafa fyrir að skrifa neitt.

Elle_, 1.10.2014 kl. 18:43

7 Smámynd: Elle_

Róbert er illa við landið og veðrið og hafði vit á að flytja, en nei þú og nokkrir en hangið og hangið í þessu volaða landi og kastið skít í allt og alla við öll tækifæri.  Þú ættir að fara, í alvöru, og láta fólkið sem kýs eða verður að búa í landinu í friði með sitt fullveldi.  Það verður ekkert gefið til Brussel þó þú viljir það.

Elle_, 1.10.2014 kl. 19:50

8 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Á Íslandi eru einna lægstu tekjur hjá vanjulegum launamönnum í Evrópu og þó víðar væri leitað, svo sannarlega virkar Ísland fyrir þá ríku end situr nú að stjórn á Íslandi, ríkisstjórn ríkamannsinns

Guðmundur Ingólfsson, 4.10.2014 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband