Evrópa virkar ekki

Evrópusambandið býður 28 aðildarríkjum sínum upp á tæp 12 prósent atvinnuleysi að meðaltali, engan hagvöxt og verðhjöðnun sem mun knésetja skuldugustu þjóðir sambandsins, Ítalíu fyrst.

Wolfgang Münchau efnahagsskríbent Spiegel segir aðildarríki ESB ekki búa við svigrúm til að gagnsetja efnahagskerfi sín. Aðeins Evrópusambandið sjálft í samvinnu við seðlabanka evrunnar getur ráðist í það stórvirki að hleypa lífi í efnahagsstarfssemi álfunnar. Framkvæmdastjórn ESB er á hinn bóginn ekki með umboð til nauðsynlegra ráðstafna og því gerist ekkert.

Í Telegraph óttast Jeremy Warner að tröllauknar skuldir kæfi eftirspurn sem heldur aftur af verðbólgu og vöxtum. Fyrr heldur en seinna rennur upp fyrir lánadrottnum að þeir fá ekki peningana sína tilbaka og þá verður hvellur.

Bandaríkin eru komin fyrir horn með öflugan hagvöxt og æ sterkari dollar. Þjóðverjar horfa öfundaraugum á Bandaríkin stökkva fram úr Evrópusambandinu, sem ætlaði sér að verða heimsveldi viðskipta og fjármála, en situr kirfilega fast í heimagerðri kreppu ónýts gjaldmiðlasamstarfs. 


mbl.is Stöðnun ríkjandi á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Páll

Ekki veit ég hvor er sterkari dollarinn eða evran, báðum þessum gjaldmiðlum er haldið uppi á loftinu einu saman.  Hagvaxtartölur frá Bandaríkjunum eru blekkingar einar eins og upplýsingar um lágt atvinnuleysi.  Nærri einn af hverjum fjórum einstaklingum á aldrinum 25-54 ára eru án atvinnu í BNA og er fátækt orðin stórt vandamál þar vestra.  Millistéttin er á hraðri leið að hverfa, en það er einmitt millistéttin sem hefur haldið bandaríska ríkinu gangandi, en nú er það stórfelld skuldasöfnun, sem er orðin óviðráðanleg og BNA ríkið mun aldrei geta endurgreitt.

Sjá blogg mitt um atvinnuleysi í Bandaríkjunum:

http://tibsen.blog.is/blog/tibsen/entry/1452307/

Því miður stefnir í eitt allsherjar hrun á heimsvísu.  Slíkt hrun verður margfalt verra en það sem við upplifðum 2008.  Munu íslensk stjórnvöld eða önnur stjórnvöld ekki fá við neitt ráðið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.9.2014 kl. 13:09

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Páll virkar ekki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.9.2014 kl. 15:21

3 Smámynd: Jón Bjarni

Myndi atvinnuleysi á Evrópu minnka og hagvöxtur aukast ef ESB yrði lagt niður?

Ef svarið við því er já (sem það hlýtur að vera hjá Páli) þætti mér gaman að vita hvernig það myndi atvikast

Jón Bjarni, 30.9.2014 kl. 17:32

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er auðvitað rangt að Evrópa virki ekki.  Hvernig getur heimsálfa ekki virkað?

Ísland er á leið upp úr öldudalnum, Noregur stendur býsna vel, Bretland er með vöxt sem margir öfunda, Sviss hefur varist vel, það er stríð í Ukraínu, Írland er að ná að klóra í bakkann með velgengni Bandarískra fyritækja sem staðsett eru þar, og svo má áfram telja.

Eurosvæðið hefur hins vegar sokkið í stöðnun, og vissulega Evrópusambandið að stórum hluta.

En það er skrýtið að sjá þann sem á þessari síðu lemur lyklaborðið, falla fyrir því hugtakaráni, sem því miður er allt of algengt, að Evrópa og Evrópusambandið, eða Eurosvæðið, sé eitt og sama hugtakið.

Því fer auðvitað fjarri.

Það er ekki þörf á "meiri Evrópu (more Europe)", hvað er það annars?  Það er þörf á meiri skynsemi.

En í Evrópu, og þá sérstaklega Evrópusambandinu, virðist hana vera að finna í æ minna mæli.

En í Evrópu, eru ef ég man rétt, u.þ.b. 50 ríki.  Í Evrópusambandinu, eru þau 28.

G. Tómas Gunnarsson, 30.9.2014 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband