Mánudagur, 29. september 2014
Heimsþorpið verður múslímsk martröð
Marshall MacLuhan lagði grunninn að heimsþorpinu á sjötta áratug síðustu aldar þar sem amerísk menning drottnaði og einhver útgáfa af vestrænu lýðræði þreifst. Þjóðverjarnir á Die Welt segja heimsþorp kanadíska fjölmiðarýnisins orðið að martröð, - einkum sökum herskárra múslíma.
Annar meginboðskapur MacLuhan var að miðillinn sé boðskapurinn (medium is the message) í merkingunni að fjölmiðlatækni framleiði tiltekinn boðskap sem fellur að ráðandi tækni. Af þeirri staðreynd myndi leiða einsleitni. Eða svo sagði kenningin.
Múslímarnir í kalífadæminu í Sýrlandi/Írak afhöfða vestræna menn og færa þar með sönnur á að tækni skapar ekki einsleitni. Fáum sögum af vestrænu fólki að hálshöggva hvert annað með sveðju í einni hendi en iphone í hinni. Boðskapur miðilsins er ekki sá sami í Reykjavík og Aleppo.
Nágrannar nýja kalífadæmisins eru ekki tæknivæddir í ráðgjöf um að uppræta öfgarnar. Forsætisráðherra Dubai ráðleggur til dæmis trúarbragðafræðslu í anda yfirvalda í Saudí-Arabíu. Flestir hryðjuverkamannanna sem flugu á tvíturnana í New York í byrjun aldarinnar komu frá Saudí-Arabíu og líklega ekki fullnuma í múslímskum fræðum umburðarlyndis og náungakærleika.
Við horfum fram á harðari heim öfga.
Athugasemdir
Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !
Handklæða hausarnir í Saúdí- Arabíu (hin Wahhabíska Konungsætt þar í landi): eru á meðal annarra frumkvöðla að þessum Djöfla samtökum Al- Baghdadis / Kalífa óþverrans - sem stýrir þessu glæpahyski.
Svo - mættu Obama og Merkel stríðsglæpa hjúin: rifja upp fyrir sjálfum sér og öðrum:: hlutdeild sína í uppgangi alls lags Kóran hyskis: víðs vegar um veröldina.
Á komandi tímum - mun því reyna á mögulega samstöðu : Kristinna mannna / Hindúa og Bhúddatrúarmanna: auk annarra til að stemma stigu við yfirgangi og frekju þeirra Múhameð sku - síðuhafi góður.
Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem oftar og fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.9.2014 kl. 19:42
Sælir! ....Og einhver börn sjá fréttir af fólki sneiða höfuð manna af með einari. Hvíta lygin tiltæk um sjónhverfingu eða eitthvað annað.
Helga Kristjánsdóttir, 30.9.2014 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.