Elliði og Jóhann; hægriupprisa og vinstrieymd

Hægrimenn ná vopnum sínum jafnt og þétt. Elliði Vignisson túlkar sjónarmið hægrimanna í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eru skeleggir miðhægrimenn eins og Vigdís Hauksdóttir, Frosti Sigurjónsson og Ásmundur Einar Daðason.

Grundvallarsjónarmið hægrimanna er fullvalda Ísland með forræði eigin mála annars vegar og hins vegar sjálfsbjörg einstaklingsins. Þetta eru hugmyndir jafngamlar nútímastjórnmálum á Fróni, sem hófust með sjálfstæðisbaráttunni um miðja 19. öld.

Á vinstri kanti stjórnmálanna ríkir á hinn bóginn eymd og volæði. Blaðafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, Jóhann Hauksson, grætur klofninginn í röðum vinstrimanna sem í tíð Jóhönnu vildu selja fullveldið til Brussel en núna til Noregs. Lítt ígrunduð hentistefna ræður ferðinni í báðum tilvikum.

Hægrimenn erfa landið; vinstrimenn eru eilífa varaskeifan sem fær sín augnablik undir sólinni þegar hægrimenn klúðra sínum málum um stund, líkt og í hruninu.


mbl.is Flokkurinn „eins og syrgjandi ekkja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég veit ekki til þess að neinn þeirra þingmanna sem þú taldir upp vilji að markaðslögmál ráði verðlagningu á fiski eða þá breyta stöðnuðu og miðstýrðu landbúnaðarkerfi þetta eru því ekki hægrimenn frekar en Jón Bjarnason.

Sigurjón Þórðarson, 29.9.2014 kl. 08:04

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hægri og vinstri í pólitík er ekki nema að hluta spurning um efnahagsleg úrræði. Á seinni árum er samstaða um markaðshagkerfi og velferðarríki, sem felur í sér minna svigrúm en áður til einkavæðingar annars vegar og hins vegar ríkisvæðingar.

Önnur atriði, t.d. afstaðan til fullveldis, eru meira hitamál og skipa mönnum í flokka. 

Páll Vilhjálmsson, 29.9.2014 kl. 11:24

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurjón.

Af hverju segir þú að verð á fiski sé ekki undir markaðslögmálum ? Þeir sem flytja hann út eru háðir mörkuðum erlendis. Svo var mér kynnt nýlega hvernig til dæmis fiskbúðir þurfa að keppa um körin í tölvukerfi uppboðsmarkaða - þeir setja inn verð og aðrir yfirbjóða þar til einn er eftir með besta verðið og fær viðkomandi kar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2014 kl. 11:40

4 Smámynd: Jón Bjarni

Það er mjög merkilegt stjórnmálaskýring að halda því fram að Framsóknarflokkurinn í núverandi mynd nái eitthvað til hægri.. Það gerir hann bara alls ekki

Jón Bjarni, 29.9.2014 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband