Samfylkingin kveikir á ójöfnuði kortéri fyrir kosningar

Samfylkingin ætlar að veðja á kosningamálið ójöfnuður-í-samfélaginu, ef marka má útspil samfylkingarfólks síðustu daga. Þetta er sami flokkurinn og gerði sig að sérstökum varðhundi Baugssamsteypunnar á kjörtímabilinu og háði síðustu kosningabaráttu úr húsnæði Baugs við Lækjargötu.

Í átökunum um fjölmiðlafrumvarpið fyrir þremur árum reyndi almannavaldið að koma böndum á tilburði Baugssamsteypunnar að leggja undir sig fjölmiðlamarkaðinn. Samfylkingin snerist til varnar Baugi og ónýtti frumvarpið með aðstoð forseta lýðveldisins. Sigur Baugs í fjölmiðlamálinu var sigur auðhrings yfir almannavaldinu.

Samfylkingin hefur lagt sig í líma við að tortryggja opinbera starfsmenn löggæslu- og eftirlitsstofnana og sakað þá um óeðlileg vinnubrögð gagnvart stórfyrirtækjum. Þingmenn Samfylkingarinnar eru með fyrirspurnir á Alþingi til að fá fram kostnað við rannsóknir á skattsvikum og auðgunarbrotum en gæta þess að spyrja ekki um eftirtekjur ríkisins í formi hærri skatta frá undanskotsmönnum úr röðum stóreignamanna.

Þegar blaðberar Fréttablaðsins stóðu í launadeilu fyrr á kjörtímabilinu og vildu kjarasamninga var fátt um stuðning frá Samfylkingunni. Ekki beinlínis samúð með lágtekjufólki fyrir að fara á þeim bænum.

Bandalagið við Baug átti að tryggja Samfylkingunni meðbyr í Baugsmiðlum. Í janúar í ár var reynt að endurlífga sambandið með því að flokkurinn hafði forystu um málþóf á þingi til að varnar framgangi frumvarps um Ríkisútvarpið ohf. sem Baugur og samtök atvinnurekenda voru mótfallin. Hernaðaráætlunin brást því að þjóðin lét ekki plata sig tvisvar með sama bragðinu.

Núna á sem sagt að gera Samfylkinguna að málssvara jafnaðar samfélaginu. Jamm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Þetta er nú ljóta söguskoðunin hjá þér og stendur varla steinn yfir steini þessari sérkennilegu nálgun. En þótt allar þessar dylgjur þínar um Samfylkinguna væru sannar, þá komast þær ekki í hálfkvisti við það sem einum manni með bláa hönd tókst að ofsækja í þráhyggju sinni, bæði fyrirtæki, einstaklinga og dómstóla.

Jón Þór Bjarnason, 13.3.2007 kl. 09:14

2 identicon

Hvaða pirringur er þetta í þér Páll? Og hvað á það að þýða hjá upplýstum manni eins og þér að láta eins og kempur eins og Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Ragnheiður hafi eitthvað sofnað á verðinum gagnvart ójöfnuði. Þú veist betur.

Guðrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 11:03

3 identicon

Það er mjög sérkennilegt að sjá hvað samfylkingarfólk er með Davíð Oddsson á heilanum. Halda menn í alvöru að hann stjórni dómstólum, öllum þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins? Ég spyr, hver er með þráhyggju? Og nú hafa þingmenn Samfylkingarinnar líka tekið upp hanskan fyrir Björgólf Thor. Fróðlegt að hlusta á Kristján Möller í óundirbúinni fyrirspurn í þinginu í gær. Hann var bæði reiður og hneikslaður yfir meðferðinni á aumingja Björgólfi. Hvet alla til að hlusta á það eða lesa . Ætlar Samfylkingin að gefa eftir varðandi lagasetningu þegar og ef þeir komast í stjórn, ef auðkýfingarnir kvarta og hóta einhverju eins og Björgólfur gerði?  Það verður fyrirkvíðanlegt þjóðfélag. Og áhyggjuefni að menn eins og Björgólfur, sem hefur hagnast um milljarðatugi á braski hérlendis fara strax að hóta þegar eitthvað er gert sem þeim líkar ekki.  Ég er hræddur um að þá fyrst verði erfitt fyrir Samfylkinguna að ná fram þeim jöfnuði sem þeir tala mikið um.

Konni (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 13:39

4 Smámynd: Ólafur Als

Er þetta dæmt til þess að mistakast hjá Sf, líkt og gerðist í umhverfismálunum? Eftir að DO hvarf af sjónarsviðinu er orðið fátt um erkióvini til þess að styðjast við. Ásýnd Vg er borin uppi af málefnastöðu þar sem samræmis gætir, ólíkt því sem segja má um málefnastöðu Sf.

Hins vegar verður að segjast eins og er að þrátt fyrir að Vg hafi verið á beinu brautinni, þá vonar maður að Sf nái vopnum sínum (láti af hrokanum og hlusti á gagnrýni) og höggvi skarð í röðum vöggustofu sósíalistanna. Það er ekki von á góðu ef frjálslynd öfl á hægri væng stjórnmálanna og yfir á miðjuna þurfa að bugta sig og beygja fyrir ofstæki forræðishyggjunnar.

Ólafur Als, 13.3.2007 kl. 13:47

5 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Þetta eru bjánalegustu skrif sem ég hef lesið lengi.

Sem ungliði í Samfylkingunni, sem er einmitt ungliðahreyfingin Ungir Jafnaðarmenn, þá finnst mér þetta korters fyrir kosninga-rugl í þér í rauninni móðgandi. Þér er greinileg of mikið í nöp við Samfylkinguna til þess að fjalla um hana og málefni hennar á vitrænan hátt - því flest í heiminum má gagnrýna án þess að fara út í tómt rugl eins og hér er gert.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 13.3.2007 kl. 14:16

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þó ég sé ósammála þér um Baugsmálið, upphaf þess og framvindu, og undrast trú þína á að forsætisráðherrra geti ekki hafa beið um þessa rannsókn, - þá er ég algerlega sammála þér um að bandalag ISG við Baug er vanheilagt bandalag sem hún ætti hvorki að treysta né endurnýja heldur láta vera, af óteljandi ástæðum.

Reyndar er ég næsta viss um að Baugsmenn muna fá á sig einhvern dóm, - annað er nær útilokað eins og leitað hefur lengi og mikið að hverju sem er ívera skyldi í þessum miklu viðskiptum og rekstri.

Ef maður fleygir sér ber yfir heisátuna og rótar í henni með öllum skrokknum þá endar það með því að maður stingur sig á nálinni og finnur því nálina í heistakknum.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.3.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband