Mánudagur, 22. september 2014
Síðasta lag RÚV
Síðasta lag fyrir fréttir var einkennismerki móðurútvarpsins, Rásar 1. Íslenskt þjóðlag úr fjársjóðakistu þjóðarútvarpsins.
Af einhverri sérkennilegri þörf nýrra stjórnenda til að láta vita af sér þá var þetta sérkenni þjóðarútvarpsins þurrkað út og í staðinn komu lesnar auglýsingar.
RÚV er ekki í þágu stjórnenda stofnunarinnar heldur hlustenda. Að skipta út síðasta lagi fyrir fréttir og setja í staðinn auglýsingar er menningarslys sem þarf að leiðrétta.
Eiga erfitt með breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En er ekki aðalatriðið hjá hundruðum starfsmanna í Efstaleiti að hala inn peninga? Hvernig vogarðu þér að trufla þá viðleitni með kröfu um eitthvað menningarlegt á dýrmætustu augnablikum Rúvsins?!
Jón Valur Jensson, 22.9.2014 kl. 12:45
.......Eða fugl dagsins !!
Helga Kristjánsdóttir, 22.9.2014 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.