Sunnudagur, 21. september 2014
Loforð í pólitík eru froðan, undirstaðan ræður
Í stjórnmálum er lofað upp í ermina, þar fylgir nótt degi. Úrslit í stjórnmálum, sérstaklega í stóru spurningum stjórnmálanna, sjálfstæði eða ekki, ESB-aðild eða ekki, ráðast ekki af loforðum.
Samfélög sem standa frammi yfir stórum spurningum hreyfast ekki með froðu. Undirstaða samfélaga verður til yfir langan tíma og ef hún er í meginatriðum heil þá velja samfélög óbreytt ástand. Eftir seinna stríð voru samfélög Vestur-Evrópu meira og minna í henglum; þau völdu Evrópusambandið. Sama gilti um Austur-Evrópu eftir kommúnismann.
Skoskt samfélag er í meginatriðum í lagi. Valkostir kjósenda voru að standa áfram innan Bretlands eða fara í smáríkjahópinn í Evrópusambandinu. Bretland þótti betri kostur.
Kjósendur blekktir með loforðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.