Með angist kemur stríð

Stórveldin í vestri, Bandaríkin og Evrópusambandið, bregðast við innri veikleikum með útþenslustefnu í utanríkismálum. Þetta gildir sérstaklega um Evrópusambandið. Trúarstríðsmenn Ríki íslams koma margir hverjir frá Evrópulöndum sem í áratugi ráku fjölmenningarstefnu er fóstraði herskáa unga menn sem hatast við vestræna menningu.

Í bók Philipp Blom, Vertigo years, er sagt frá Evrópu í aðdraganda fyrra stríðs. Kenning Blom er að umskiptin frá hæglæti fyrri tíma í vélvæddan gný 20stu aldar skýr heljarslóðaorustu sem hófst 1914 og lauk ekki fyrr en 1945. 

Upplausn kynjahlutverkanna var hafin fyrir hundrað árum; karlar fylltu heilsuhæli í Þýskalandi vegna taugaveiklunar; náttúruleysi ógnaði frönskum körlum og þjóðinni fækkaði - til að bæta karlmennskuímyndina voru einvígi háð út af einhverjum tittlingaskít. Hinu megin landamæranna stunduðu þýskir stúdentar skylmingar, mensur, til að blóðga andlit enda örið manndómstákn.

Síðasti sjens að redda liðinni tíð var hvatinn að fyrri heimsstyrjöld. Þættir sem RÚV sýnir á miðvikudögum um aðdraganda stríðsins renna stoðum undir kenninguna. Enginn ætlaði í stórstyrjöld sem felldi tvö keisaradæmi og undirbjó jarðveginn fyrir Mússólíni og Hitler.

Í dag ætla hvorki Bandaríkin né Evrópusambandið að hefja stórstyrjöld, hvorki í Mið-Austurlöndum né í Úkraínu, en bæði telja vopnuð átök og alþjóðaspennu þeim samfara nýtast til að slá pólitískar keilur heima fyrir.

Napóleonsstyrjaldirnar í byrjun 19du aldar mörkuðu þáttaskil líkt og seinna 30 ára stríðið 1914 til 1945.

Tíminn leiðir í ljós hvort heljarslóðastríð séu Evrópu nauðsynleg á hundrað ára fresti.


mbl.is Frakkar hefja loftárásir í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þarfur og góður pistill.

Ómar Ragnarsson, 20.9.2014 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband