Bankarnir munu fella krónuna - gerum ráðstafanir

Bankarnir framleiða verðbólgu, með því að lána út peninga sem þeir eiga ekki, og verðbólgan grefur undan stöðu krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Ólafur Margeirsson skrifar pistil um varnir gegn innbyggðri áhættusækni bankanna. Ólafur kynnir til sögunnar kjörgengiskerfi sem krefur bankanna um að eiga gjaldeyrisforða í samhengi við útlán.

Peningastefna stjórnvalda verður skilvirkari í kjörgengiskerfi enda geta þau hækkað eða lækkað kröfu um gjaldeyrisvarasjóð bankanna, eftir því hvernig árar í efnahagslífinu. 

Tillaga Ólafs er ekki eins róttæk og hugmyndir Frosta Sigurjóns og annarra um að afnema rétt banka til að búa til útlán úr engu. 

Tíminn er núna til að gera ráðstafanir sem duga til að finna krónunni réttan farveg, þar sem stöðugleiki er í fyrirrúmi. 


mbl.is Verri samsetning hagvaxtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við þurfum betra peningakerfi.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.9.2014 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband