Fimmtudagur, 18. september 2014
Lekasport stjórnmálanna
Vinstrimenn fundu upp, í samvinnu við DV, lekasportið; að gera úlfalda úr þeirri mýflugu að upplýsingar leka úr ráðuneytum.
Umboðsmaður alþingis og ríkissaksóknari hljóta nú að girða sig í brók og hefja tafarlausa rannsókn á því hvernig á því stóð að trúnaðarupplýsingum um skólarekstur var lekið úr ráðuneyti vinstristjórnarinnar.
Hér duga engin vettlingatök. Varla gera umboðsmaður og ríkissaksóknari upp á milli hægrimanna og vinstrimanna þegar þeir beita embættum sínum.
Ólafur kærir Katrínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt kæri Páll.
Það vakti athygli að Stöð 2 sá ekki ástæðu til þess í fréttatíma sínum að minnast á þessa kæru, né heldur að benda á að rétt væri af Katrínu að víkja af Alþingi á meðan tilefni kærunnar verður rannsakað.
Það verður fróðlegt að sjá hvað RÚV gerir með málið ! Dv er ekkert með strísfyrirsagnir vegna þessa - enda má ekki „pönkast“ á rétttrúuðum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.9.2014 kl. 18:53
Tveir lekar úr ráðuneyti Katrínar.
En rétt er nú að rifja upp annan leka, leka sem innihélt orðið "tussufínt" En þar lak Katrínar Jakobsdóttur og, menntamálaráðherra og Elías Jón aðstoðarmaður, vísvitandi upplýsingum að því er virtist til að afvegaleiða íslenska fjölmiðla áður en fréttamannafundur forsætis- og fjármálaráðherra hæfist.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 18.9.2014 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.