Framhaldsskólanemum fækkað á bakvið tjöldin

Frá og með næsta hausti mun framhaldsskólanemum fækka um nokkur hundruð. Einkum eru það eldri framhaldsskólanemum sem verður úthýst, þ.e. þeir sem af einhverjum ástæðum hafa ekki náð að ljúka námi á tilsettum tíma.

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, fækkar framhaldsskólanemum samtímis sem hann ætlar að stytta námstíma til stúdentsprófs, úr fjórum árum í þrjú. Hvorki skólameisturum framhaldsskóla né kennurum er tilkynnt þetta með beinum hætti. Í frétt RÚV segir

Menntamálaráðuneytið hefur ekki sent stjórnendum framhaldsskólanna bein fyrirmæli um styttingu námsins, en ráðuneytið staðfestir að styttingin hafi verið rædd á fundum með skólameisturum, auk þess sem vilji stjórnvalda komi fram í námskrá, Hvítbók menntamálaráðherra og fjárlögum næsta árs.

Þetta er stefnumótun á ská; hlutirnir ekki sagðir beint en fjárlög gerð þannig að óhjákvæmileg niðurstaða er færri nemendur. 

Sennilega er það pólitískt of viðkvæmt að segja upphátt hvað stendur til í framhaldsskólum enda er verið að loka á jafnræði til náms, - eins og það hefur hingað til verið skilgreint. Má búast við að ,,mótvægisaðgerðir" verði kynntar fljótlega enda flókið að láta nokkur hundruð framhaldsskólanema gufa upp án þess að nokkur taki eftir.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband