Einokun aldrei í þágu almennings

Einokun þrífst á matvörumarkaði, þar sem ein verslun, Hagar (Hagkaup/Bónus), ræður ferðinni en önnur keðja, sem rekur Krónuna, fylgi í humátt á eftir, bæði í verðlagi og vöruúrvali. Þessar keðjur stjórna matvörumarkaðnum á Íslandi.

Einokun er aldrei í þágu almennings. Þeir sem maka krókinn eru handhafar einokunarinnar, enda skila Hagar góðum arði og forstjóranum háum launum þótt eitthvað lítið sé til skiptanna fyrir almennt starfsfólk.

Einokunarfyrirtæki eins og Hagar lætur ekki það sitja að ráða matvörumarkaðnum. Fyrirtækið vill taka yfir áfengisverslunina og hefur pantað frumvarp á alþingi Íslendinga í því skyni og núna er landbúnaðurinn á dagskrá.

Í siðvæddum ríkjum eru lög sem koma í veg fyrir einokun. Hvers vegna eru íslensk heimili í hrammi Haga?

 


mbl.is Verðmætasköpun lítil í landbúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fólk myndi bara hækka álagninguna ef að þetta yrði flutt inn. Við myndum ekkert spara.

Málefnin (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband