Þriðjudagur, 16. september 2014
Kaupmáttur umfram kjarasamninga
Kjarasamningar á almennum markaði eru lágmarkssamningar sem nánast gera ráð fyrir því að litlir hópar og/eða einstaklingar semji um meira en felst í kjarasamningum.
Með lítið atvinnuleysi að bakhjarli eru launþegar á almennum markaði í þokkalegum færum að sækja sér hærra kaup en nemur kjarasamningum.
Opinberir starfsmenn eru ekki jafn vel settir. Þeirra kjarasamningar eru kannski ekki meitlaðir í stein en gefa minna svigrúm til viðbótarkauphækkana.
Laun stjórnenda ekki hækkað meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.