Mánudagur, 15. september 2014
Einstaklingurinn og skólinn
Eitt hlutverk skólakerfisins fram að háskólanámi er að félagsvæða nemendur með því að keyra þá í gegnum áþekka námsskrá, hvort sem þeir búa á Grundarfirði, Akureyri eða Reykjavík.
Þegar líður á þessa félagsmótun, þ.e. í framhaldsskóla, verður erfiðara að halda nemendum við sömu fjölina enda kemur ólíkur námsáhugi æ betur fram eftir því sem þeir eldast. Þetta fyrirkomulag er dýrt og óþjált.
Til að mæta ólíkum námsáhuga mætti búa til fyrirkomulag þar sem hver einstaklingur ætti rétt á fjögra ára námi, - miðað við að stúdentspróf og iðnnám taki þrjú ár. Nemandinn mætti nota þessi fjögur ár fram að t.d. 23 ára aldri til að sækja sér þá skólagöngu sem hugur hans stæði til. Ef nemandinn lýkur ekki nám á fjórum árum fyrir 23 ára aldur yrði hann að greiða viðbótarár á kostnaðarverði, sem er sirka milljón kr. á ári.
Samhliða einstaklingsfrelsi til að velja nám yrði svigrúm skóla aukið til að bjóða nám, sem myndi leiða til þess að skólar leituðu sér að sérstöðu.
Skólakerfið er á niðurleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
The Entertainment nation.
Ragnhildur Kolka, 15.9.2014 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.