Kristín, góða löggan og glæpir án glæpamanna

Kristín Þorsteinsdóttir var blaðafulltrúi Baugs Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og þar á eftir stjórnarmaður Jóns Ásgeirs í 365 miðlum áður en hún varð æðsti yfirmaður fréttaritstjórna 365 miðla, þ.e. Fréttablaðsins, visis.is, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Kristín er handvalin af Jóni Ásgeir til að draga upp þá mynd af útrásarglæpum að ekki hafi verið um glæpi auðmanna að ræða heldur þjóðfélagsástand, sem ætti að greina með aðferðum mannfræði og sálfræði fremur en réttvísinnar. Kristín skrifaði grein fyrir tveim árum, þar sem hún boðaði þessa frumlegu sýn á auðmannaglæpi útrásar og kallaði Erum við verri en annað fólk.

Vitnisburður Jóns Óttars Ólafssonar fyrrum rannsóknarlögreglumanns fellur eins og flís við rass að þeirri skoðun Kristínar og Jóns Ásgeirs að glæpir voru ekki framdir í hruninu, meira svona að rangar ákvarðanir hafi verið teknar - en allar þó vel innan ramma laganna.

Jón Óttar missti starf sitt hjá embætti sérstaks saksóknara vegna þess að hann þjónaði tveim herrum. 

Öll þessi forsaga ætti að kenna blaðamönnum, þeim sem ekki vinna hjá Kristínu og Jóni Ásgeiri, að taka með fyrirvara það sem kemur frá ritstjórn 365 miðla um sakleysi auðmanna og illvilja ákæruvaldsins.


mbl.is Góða löggan gegn vondu bankamönnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Jón Óttar Þjónaði bara einum herra.

Það var ekki Sérstakur.

Ekki skrítið að hann þurfi að leita til Hrunmeistarans Jón Ásgeirs með gróusögu sína.

Sem betur fer fer lestur fréttablaðsins þverrandi,og áreiðanleiki þess er komið niður úr soranum.

Birgir Örn Guðjónsson, 14.9.2014 kl. 12:06

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað ræðst fréttastofa ruv einnig á þetta fúla bein, en sorglegt að aðrir fjölmiðlar skuli einnig taka undir, jafnvel hafa fréttamenn á mogganum verið að reyna að glefsa í þetta bein.

Gunnar Heiðarsson, 14.9.2014 kl. 12:58

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í grein Kristínar frá 2012, “Erum við verri en annað fólk” furðar hún sig á að saksóknara gruni hundruð karla og konur um alvarlega glæpi. Að hennar mati stenst það alls ekki,því ef svo væri,hefði átt sér stað stökkbreyting á almennri glæpahneigð,sem varla á sér hliðstæðu.-- Agatha Christie grunar alla gesti 16,manna kvöldverðarboðs,þegar gullskeið hverfur,það skilgreinist ekki sem stökkbreyting á glæpahneigð.-- Ef stórar fúlgur hverfa úr eigu (allra Ísl) banka,félaga og einstaklinga,hlýtur að koma til kasta ákæruvaldsins að finna þá seku.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2014 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband