Óráð að selja Landsbankann strax - lexía frá hruni

Ríkið á Landsbankann og skapar þar sem festu á fjármálamarkaði. Erlendir kröfuhafar eiga Íslandsbanka og Arion. Þegar uppgjöri á föllnu bönkum lýkur er líklegt að eignarhaldið á Íslandsbanka og Arion fari á flot, jafnvel þannig að ævintýramenn eignist bankana.

Það er óráðlegt að selja Landsbankann undir núverandi kringumstæðum.

Hrunið kenndi okkur að það skiptir máli hverjir eiga banka. Enginn ríkisbanki féll í hruninu, - aðeins einkabankar. 


mbl.is Selja á 30% í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mér finnst frekar að ríkið ætti að kaupa Landsbankann að fullu.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.9.2014 kl. 17:41

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt Páll, en Jósef S. Á. það er ekki þörf á að ríkið eigi meir en vel dugar til að ráða. 

Hrólfur Þ Hraundal, 11.9.2014 kl. 23:13

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hrólfur. Ástæðan fyrir því að ég legg þetta til er að markaðslögmálið( samkeppnin) virkar illa í bankastarfseminni hér á landi vegna fámenni. Þessvegna tel ég að sé vit í að hafa einn ríkisbanka og ríkið eða seðlabankinn setji stífar reglur um út- og innlánsvexti og þjónustugjöld og miða þær reglur við það sem eðlilegt er erlendis. Bankarnir eru að mergsjúga almenning í þessu landi. En það er rétt hjá þér að", það er ekki þörf á að ríkið eigi meir en vel dugar til að ráða".

Jósef Smári Ásmundsson, 12.9.2014 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband