Mánudagur, 8. september 2014
Námskröfur lækkaðar, fleiri fallistar í háskólum
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra ætlar að lækka námskröfur til stúdentsprófs til að auka veltuhraðann í framhaldsskólum. Í frétt í Morgunblaðinu í dag (pappírsútgáfunni) segir Illugi
Við höfum sett það markmið að hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma hækki úr 44% og upp í 60% á næstu árum. Þessu markmiði verði náð m.a. með því að endurskipuleggja námstíma og stytta nám til lokaprófa.
Með því að gera minni námskröfur í námi til stúdentsprófs mun, að öðru óbreyttu, þeim fjölga sem falla í háskólanámi.
Háskólarnir ráða varla við þann nemendafjölda sem sækir um skólavist við núverandi kringumstæður. Breytingar Illuga eru vanhugsaðar.
Of fáir bekkjarskólar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann segir nú ekkki beint í þessari tilvitnun að hann ætli að minnka náskröfurnar þó auvelt sé að draga þá ályktun.
Sé ekki glóruna í því ef sú er raunin.
Landfari, 8.9.2014 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.