HP-maður til bjargar DV

Hallgrímur Thorsteinsson er af fyrstu kynslóð Helgarpóstsmanna sem breyttu íslenskri blaðamennsku á áttunda áratug síðustu aldar.

Þegar Hallgrímur kom til starfa var síminn svartur hlunkur með snúru í vegg og rafmagnsritvélar voru nýmóðins.

Blaðamennska, á hinn bóginn, er ekki tækni heldur afstaða. 

Gangi þér vel, Hallgrímur.


mbl.is Hallgrímur nýr ritstjóri DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

DV hættir ekki að vera vinstra málgagn með því að Hallgrímur komi að því. Til þessu munu líka refirnir skornir.

Jón Valur Jensson, 7.9.2014 kl. 21:08

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til þess!

Jón Valur Jensson, 7.9.2014 kl. 21:08

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hallgrími hefur að sjálfsögðu oft tekist vel til í fréttaumfjöllun.

Svartur blettur á hanns ferli er þó þegar koma átti klafa icesave á þjóðina. Þá var hann vel leiðitamur þeim sem að því landráði stóðu. 

En kannski er til of mikils mælst að ætlast til að hér á landi finnist fréttamaður sem treystir sér til að flytja óhlutlægar fréttir. Að hér á landi finnist fréttamaður sem ekki lætur auð- eða pólitísk öfl segja sér fyrir verkum.

Kannski.

Gunnar Heiðarsson, 7.9.2014 kl. 22:16

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Mér finnst þetta falleg athugasemd hjá Páli.

Wilhelm Emilsson, 7.9.2014 kl. 23:16

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jú, DV verður áfram vinstra megin í pólitíkinni með HT við stýrið, en sveiflan verður frá Vg til Samfó.

Ragnhildur Kolka, 8.9.2014 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband