Laugardagur, 6. september 2014
Presturinn, hrunið og Breivik
Lena Rós Matthíasdóttir heitir landflótta prestur sem vandar Íslandi ekki kveðjurnar. Í pistli sem víða er endurbirtur, t.d. hjá Jack Daniels, (sem ekki er Gunnar Smári) segir m.a.
Ég var auðtamið fífl með fyrirmyndar þrælslundargeð og tók stolt við stöðu minni sem einn af millistéttarstólpunum sem skiptu svo agalega miklu máli eftir hrun. En hæ, guys, ég er vakandi í dag og vinn þar að auki nægilega stuttan vinnudag hér í Norge til að geta litið upp og hugsað sjálfstætt.
Sjálfstæð hugsun prestsins kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland er eitt eilífðarhrun með háum vöxtum og eymdarlífi. Með álíka sjálfstæðri hugsun og prestsins mætti hugsa sér Noreg sem dásemdarland Breivik. Og hver vill ekki búa í slíku landi?
Athugasemdir
Ísland ER eilífðarhrun með okurvöxtum og bullandi spillingu í stjórnkerfinu.
Það eru bara siðblindingjar eins og þú sem halda áfram að hjakka í sama fari heimsku og rörsýnar á átrúnaðargoðin, DO, HHG og hálvitasamkomunan sem stjórnar landinu í dag.
Skömm að því að þú skulir kalla þig íslending því Molbúi með torfkofa hugsunarhátt er frekar það sem þú ert.
Jack Daniel's, 6.9.2014 kl. 13:02
Og athugaðu það Páll að Jack Daniel's er bjartsýnismaður.
Snorri Hansson, 6.9.2014 kl. 13:45
Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !
Páll minn !
Eins - og blinda þín nú er / fyrir hinu SÉR- ÍSLENZKA Leppa lúða stjórnarfari: er vart hægt annað - en að taka af fullum þunga undir orð Jacks Daniel´s (Hrafnkels) stórvinar míns - í flestu.
Sjálfur - er ég LÖNGU hættur að telja mig Íslending vera Páll.
Í dag - get ég verið : Perúmaður / á morgun Mongóli og hinn þriðja Nígeríumaður: með stolti miklu - enda er hugtakið Íslendingur / Íslendingar: að verða SKAMMARYRÐI eitt - um veröldu víða síðuhafi góður !
Eins - og málum er nú komið: hérlendis !!!
Með beztu kveðjum eftir sem áður - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 13:49
Er það Íslandi að kenna að þessi manneskja var fífl með þrælslundargeð? Fífl geta aldrei staðið gegn spillingu. Fífl verður líka fífl í Noregi.
Elle_, 6.9.2014 kl. 14:11
Eg skil enganvegin þessa Breivik-tengingu.
Hvernig getur það að einhver prestur útí Noregi hugsar sjálfstætt - tengst svo í næsta orði Breivik?
Held að ESB-andstæðingar séu alveg að fríka út eftir að skoðanakannanir hafa sýnt að þeir eru að missa umtalsverðan stuðning og með sama áframhaldi gætu þeir orðið í miklum minnihluta fyrr en varir.
Gæti verið skýringin á stór-skrítnum pistlum Andsinna undanfarið. Þeir eru að fríka út vegna fylgistaps. Kallagreyin.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2014 kl. 14:36
Komið þið sæl - að nýju !
Elle !
Endilega - reyndu að taka sjónauka þinn / FRÁ BLINDA AUGANU fornvinkona góð.
Lena Rós STÆKKAR einungis - við það eitt: að viðurkenna þá slæmsku sína / að HAFA REYNT AÐ ÞRAUKA í íslenzku hlandforinni (ísl. samfélaginu)Elle mín - og má Lena vera stolt af / að hafa náð að stíga upp úr óþverranum hérlenda.
Við þurfum víst ekki - að fara lengra: en til Grænlands og Færeyja - til þess að komast í MANNESKJULEGT umhverfi / hvað þá lengra sé miðað við íslenzka VIÐBJÓÐINN Elle mín.
Meira að segja - er búsældarlegra hjá Múgabe gamla suður í Zimbabwe en á Íslandi: þér að segja !
Ekki lakari kveðjur - þeim fyrri og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 14:49
Óskar Helgi, sjónin er alveg í lagi. Fífl verða fífl hvort sem þau búa í Brusseldýrðinni, Noregi eða á Venus.
Elle_, 6.9.2014 kl. 15:02
Sæl - sem æfinlega !
Elle !
Blinda þín - er þá á HINA INNRI VEGU / sé sjónin í lagi útvortis - fornvinkona væn.
Þið Páll síðuhafi - vaðið Þangið upp fyrir ökkla (sé ykkur fyrir mér á góðri Sölva fjöru): og Breiviks skírskotun Páls er GJÖRSAMLEGA án alls samhengis - og þar er ekki við þig að sakast reyndar: Elle mín.
En - reyndu: að ná betri jarðtengingu / sé þér það fært - og VIÐURKENNA ÖMURLEIKA ísl. samfélags hrófatildursins Elle !!!
Sömu kveðjur sem seinustu - að sjálfsögðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 15:10
Aðalatriðið í gagnrýni prestsins er hárrétt. Það er verið að eyða íslenskri millistétt eða reka hana úr landi - sjálfum máttarstólpanum!
Hvort spillingu í stjórnkerfinu er um að kenna, ofurskattlagningu eða kverkatakinu sem lánafyrirtækin hafa á almenningi, er spurning. Gæti jafnvel verið hvoru tveggja.
Spilling er ekki séríslenskt fyrirbæri, en sennilega er það séríslenskt fyrirbæri að ef einhver ætlar að taka á því - þá skrækja alltof margir!
Kolbrún Hilmars, 6.9.2014 kl. 15:11
Óskar Helgi, ég veit alveg um okrið og ofurskattana og spillinguna í landinu. Það er hinsvegar aumt að fara niður á það plan að vera meðvirkur, eins og þessi kona gerði, samkvæmt fífls-lýsingunni.
Elle_, 6.9.2014 kl. 15:19
Vel mælt - og drengilega Kolbrún stórvinkona mín / forn.
En - .......... það er eins: og þau Páll og Elle GETI EKKI MEÐ NOKKRU MÓTI flýtt sínum innbygðu kveikjum (skírskotun til bílmótoranna) - enn: sem komið er / alla vegana.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 15:24
Elle !
Lena Rós Matthíasdóttir: stendur TEINRÉTT - eftir hugmynda fræðilegar kárínur ykkar Páls síðuhafa / fornvinkona knáa !
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 15:26
Nei, Óskar Helgi, manneskjan var meðvirk. Þú færð mig ekkert ofan af þessu hvort sem þú líkir mér við bílmótor eða ljósastaur.
Elle_, 6.9.2014 kl. 15:38
Óskar, ekki lofa mig um of því ég er ekki sammála prestinum að lífið í Noregi sé útópískt.
Íslenskir innflytjendur njóta þar góðvildar og fyrirgreiðslu á ýmsan máta fyrstu búsetuárin sem blekkja margan hvað varðar samanburð við heimaslóðir.
Og því ekki; skv Hagstofunni fær Noregur rjómann af hæfileikafólkinu okkar/máttarstólpunum sem flýr land.
Kolbrún Hilmars, 6.9.2014 kl. 15:46
Komið þið sæl - sem fyrr !
Elle !
Ég átti við - GANGVERKIÐ í ykkur Páli / vitaskuld.
Ekki fyrtast við það - fornvinkona væna. Mér er jafn hlýtt til þín - sem í gamla daga: þegar við öttum kappi við ESB undirlægjurnar hérlendu / Elle mín.
Það - hefir ekkert breytst: af minni hálfu.
Kolbrún !
Einhvern veginn - las ég nú öngva útópíu: út úr orðum Lenu Rósar / þó svo: ýmsir annarra kunni að hafa gert það.
En - þú stendur eftir ÞRÁÐBEIN samt: fyrir einurð og glöggskyggni ýmsa í gegnum tíðina - Kolbrún mín.
Ekkert - fær breytt þeirri skoðun minni: alla vegana.
Sízt lakari kveðjur - en allar og aðrar fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 15:54
Mér finnst þessi pistill ógeðslega ósmekklegur og ómálefnalegur.
Skeggi Skaftason, 6.9.2014 kl. 17:05
Það er rétt. Alveg einstaklega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2014 kl. 17:51
Þó Norðmenn geri eitthvað betri en Íslendingar þá þýðir það ekki að allt sé í stakasta lagi. Eigum við nokkuð að ræða gatnakerfið þar eða heilbrigðiskerfið sem þeir tíma ekki að setja nóg af peningum til. Af hverju spyr þessi blessaða kona ekki af því hvort sé virkilegur áhugi að flytja til Noregs. Í mínu tilviki væri svarið alltaf nei hef ekki minnstan áhuga.
Rúnar Már Bragason, 6.9.2014 kl. 18:44
Aðalatriðið er, eins og eg hef margsagt fólki, að almenningur hefur miklu mun meiri réttindi á N-löndum og miklu mun betur er hugað að grunnþáttum samfélagsins heldur en hér. Þar er miklu meiri menning í pólitík og almenn sátt um ákveðna grunnþætti og jafnaðarprinsip.
Þetta er aðalatriðið.
Sumir íslendingar átta sig tæplega á því nema að reyna það - en þó liggja þessi gögn fyrir opinberlega.
Ástæðan er að sjallar og framsóknarmenn á seinni tímum hafa eyðilag grunnþætti samfélags og það þarf að berjast við þá götu úr götu til að knýja fram hvert einasta jafnaðarprinsipp og þeir sæta sífellt færi á að eyðileggja það sem ávinst.
Þetta er vandamálið.
Hitt er svo önnur umræða, að það er alveg fleira sem kemur til sem gerir ísland og noreg ólíkt. Td. er víða og að stórum hluta allt öðruvísi viðhorf í Noregi gagnvart efnislegum hlutum og eyðslu o.þ.h. Norðmenn spara gjarnan og þá stór hluti og af mikilli útsjónarsemi og viðhorfið er jákvætt gagnvart því.
Það skilar sér líka í heildarsamfélaginu. Þetta viðhorf þ.e.a.s.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2014 kl. 19:05
Hvaðan færð þú það að almenningur á hinum norðulöndunum hafi svona miklu meiri réttindi en Íslendingar, Ómar Bjarki. Ertu búinn að lesa alla lagabálka landanna? Þú ættir kannski að svara af hverju eru svona margir heroínfíklar í Noregi ef þar er svona rosa gott að búa þar? Eða því af hverju 70 þúsund Danir skráðu sig í samtök til að þrýsta á félagsmálayfirvöld að leyfa þeim að sjá börnin sín. Öll lönd hafa kosti og galla. Vinsamlegast kynntu þér málin áður ferð að alhæfa svona. Hvernig væri svo að benda á það hvernig megi laga þetta á Íslandi en að halda stöðugt fram staðhæfingum sem engan veginn standast?
Rúnar Már Bragason, 6.9.2014 kl. 19:22
Þessi gögn liggja öll fyrir og eru ein staðreynd. Það mætti halda að fólk hefði ekkert lesið það sem presturinn útí Noregi sem fór að hugsa sjálfstætt sagði. Fólk verður hissa þegar það uppgvötar þetta. Sem vonlegt er. En eg verð ekkert hissa - enda liggja þessi gögn öll fyrir opinberlega.
Nú, að öðru leiti er auðvelt að laga þetta hér uppi. Hætta að kjósa LÍÚ, stórauðmenn og framsjalla! Það er nú ekki flóknara en það. Hætta því.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2014 kl. 19:36
Ómar Bjarki þér finnst sem sagt í góðu lagi að rúmlega 70 þúsund manns fái ekki að sjá börnin sín vegna félagsmála yfirvöld úrskurða þannig og engin leið að áfrýja því. Er það bara fórnarkostnaður sem hægt er að horfa framhjá? Hvað kemur það LÍÚ við hvernig lagaumhverfi á norðurlöndunum er? Stórskrýtin tenging.
Rúnar Már Bragason, 6.9.2014 kl. 20:20
Úúú eg er svo hræddur við Noreg!
Þeir taka af ykur börnin!!
Hahaha það er sem eg segi, að framsjallar og almennir þjóðrembingar eru gjörsamlega að fríka út vegna þess að fólk flýr fáfræði þeirra og flykkjast yfir til ESB-sinna í sæluna þar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2014 kl. 20:28
Ef ég man rétt, flúði landinn stjórnarfar, ofríki og lygar Jóhönnu og Steingríms.
Ef það er svona gott að búa í Noregi, hvers vegna eru svo margir á leið heim aftur? Hvað segir það í samanburðinum milli landa?
Rúnar Már er með þetta. Ekkert norðurlandanna er fullkomið. Það því einstaklinganna að velja og hafna hvar þeir vilja búa miðað við það kerfi sem hvert þeirra hefur upp á að bjóða.
Benedikt V. Warén, 6.9.2014 kl. 22:36
Benedikt og Rúnar eru báðir með þetta. Íslendingar sem flúðu þangað hafa verið að snúa aftur heim. Það þýðir ekkert að ræða við Íslandshatarann Ómar.
Elle_, 6.9.2014 kl. 23:17
Heldur fólk virkilega að almenningur hafi ekki meiri réttindi þar sem öll heilbrigðisþjónusta er ókeypis og fólk fær kaup fyrir að mennta sig heldur en í mígleku framsjalla heilbrigðiskerfi hér og þar sem fólk þarf að setja sig í ævilanga skuldafjötra framsóknarmanna ef það vill mennta sig?
Þetta er auðvitað ekkert sambærilegt. Önnur atriði eru svo eftir þessu í Danmörku varðandi almenning. Þar er alþýða manna tekin fyrir fólk en ekki þræla framsjalla eins og hér uppi í fásinni.
Þetta mun ungt fólk fatta í sífellt auknum mæli því þessar upplýsingar og gögn eru öll opinber og liggja fyrir.
Framtíðin mun einfaldlega flýja framsjalla.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2014 kl. 23:42
Hvenær er von á brottför þinni Ómar Bjarki?
Benedikt V. Warén, 7.9.2014 kl. 00:32
Haraldur Hárfagri rak marga sjálfstæða menn í burtu frá Noregi á sínum tíma, núna er Haraldur Hárlausi að laða þá aftur til sín. Fyndið :-)
Aðalbjörn Leifsson, 7.9.2014 kl. 08:50
Vil taka undir með Rúnari Má Bragasyni. Hef búið sjálfur í Noregi síðustu ár svo ég veit sitthvað um málið. Það eru bæði kostir og gallar við bæði löndin. Verðlag er helmingi hærra en á móti kemur að kaupið er líka helmingi hærra. Lífeyriskerfið ( ekki lífeyrissjóðir)skilar l ífeyrisþeganum miklu hærri lífeyri en á Íslandi. Vegakerfið hér í Noregi er handónýtt.Heilbrigðiskerfið er ekki ókeypis hér í Noregi-aldeilis ekki. Ég ætla ekki að telja upp fleiri hluti en mér sýnist þetta vera gamla sagan um græna grasið hinum megin. Ég held að við ´ttum að hætta að níða niður landið sem fóstraði okkur en reyna frekar að bæta það sem miður hefur farið. Ég mæli með að henda lífeyrissjóðunum út í hafsauga og taka upp annað og heilbrigðara kerfi og leggjs niður þingbundnar ríkisstjórnir( sér lögjafarvald-sér framkvæmdavald).
Jósef Smári Ásmundsson, 7.9.2014 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.