Ísland blómgast, ESB visnar

Efnahagskennitölur Íslands eru öfundsverðar; lág verðbólga, hagvöxtur og ríkisfjármál í góðu lagi.

Á evru-svæðinu er verðhjöðnun, lítill sem enginn hagvöxtur og ríkisfjármál í uppnámi hjá þorra þeirra 18 þjóða sem mynda þetta efnahagssvæði.

Það sem verra er fyrir Evrópusambandið er útlitið er býsna dökkt, samanber þessa samantekt Die Welt. 

ESB-sinnar á Íslandi vilja leiða þjóðina inn í bandalag sem skapar atvinnuleysi, kreppu og setur ríkisfjármál í uppnám.  


mbl.is Vatnaskil í ríkisfjármálum framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Frekar hefur lítid heyrst í baráttusveit esb undanfarid. Hvad aetli valdi? Meira ad segja Jóka gamla hundsvekkt med Brusselskrímslid. Er ekki kominn tími til ad núverandi ríkisstjórn girdi sig í brók og dragi umsóknina ad thessu steinrunna skrímsli til baka. Skelfing leggst lítid fyrir forsvarsmenn stjórnarinnar, ad geta ekki gefid ut afdrattarlausa yfirlysingu um thad hvad their hyggist gera vardandi thetta mál.

Halldór Egill Guðnason, 2.9.2014 kl. 17:58

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Óðinn á Vb gefur nokkuð góða mynd af því sem er að gerast hjá Evrópusambandinu þessa dagana. Þar virðist ekkert ljós framundan.

Ragnhildur Kolka, 2.9.2014 kl. 20:17

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

já gott fólk,það er frekar tíðindalítið milli Ervrópusinna og andstæðinga þeirra hér á landi hvað hnútukast varðar. Utanríkisráðherra talar eins og hann hafi verið leystur frá loforðum um að draga “umsókn" í Esb til baka. ,vegna ummæla einhvers háttsetts embætismanns Esb,að sambandið hyggist ekki stækka það frekar að sinni. (Reyndi að ná í viðtal Gunnars Braga við Rúv.í kvöld,en var fyrirmunað ná því.) - Heldur Utanríkisráðherra að leifarnar af aðlöguninni vegna bónorðs Össurar,liggi þarna ,ómark,um árabil.-Eyðum öllu sem orkar tvímælis og tökum út úr sneysafullum reynslubankanum,við eigum hann skuldlausan.

Helga Kristjánsdóttir, 2.9.2014 kl. 23:06

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er hélt ég 28 ríki í ESB en reyndar 18 sem eru með Evru! Það búa held ég um 550 milljónir manna í löndum sem vinna saman í ESB en skv umræðunni hér eru þau allir asnar og ættu fyirir löngu að vera búnir að koma sér þaðan út. Það væri svo miklu betra fyrir þá að vera þar utan eða í EES og láta ESB ákveða lög og reglur fyrir þau á þeim sviðum sem það nær til  Veit ekki til þess að Finnar, Svíar og Danir séu á leið þaðan út. Af hverjur eru þau ekki að vinna að því? Ef þau horfa til Íslands þá hljóta þau að sjá plúsin við að vera þar fyrir utan! Eða horfa þau til þess að þar hafa ekki orðið meiri háttar hrun eða sveiflur síðan þau gengu þar inn?

Eins má benda mönnum á að í litlu hagkerfi eða fátæku landi þar ekki mikla fjáfestingar til að sýna mikin hagvöxt í skamman tíma.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.9.2014 kl. 23:37

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Magnús minn,ekki leggja okkur til orð,sem eru ósögð,ekki einu sinni meint.Hver hefur ekki unun af að ferðast um meginlönd Evrópu,? Við deilum um E-sambandið,er ekki augljós munur á þeim löndum sem liggja að úthafi,Ísland,Noregur, England,þar sem uþb. helmingur borgara vilja losna undan regluverki ESB. Vissulega sækjumst við eftir þessu öllu sem pistlahöfundur nefnir og höfum í dag,ríkisfjármál i góðu lagi osfrv. -- Vildi að unga fólkið fengi að upplifa alla gleðina sem mín kynslóð átti,við að,byggja hús sín sjálf, karlar og konur, og(( börn.) Stærsta hverfið sem þannig reis upp er smáíbúðahverfið. Auk þess gættu stjórnvöld þess að allir hefðu næga vinnu. Jæja ég má ekki vera að þessu,nóg að starfa. Góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 3.9.2014 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband