Hanna Birna styrkir Sjálfstæðisflokkinn

Snörp vörn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráherra, þegar ómaklega var að henni sótt í lekamálinu, skilar sér í auknu fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Hanna Birna var sá stjórnmálamaður sem mest var í fréttum síðustu vikur og landsmenn kunnu vel að meta frammistöðu hennar og sjá í henni stjórnmálamann sem lætur ekki bilbug á sér finna í orrahríðinni.

Þá skilar það án efa Sjálfstæðisflokknum auknu fylgi að þingflokkur og flokksforysta stóð saman sem einn maður þegar lekahávaðinn var hvað mestur. Þjóðin umbunar staðfestu en refsar hviklyndi. Spyrjið bara vinstrimenn.

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins 28%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég tek heils hugar undir með þér kæri Páll.

Miðlar Jóns Ásgeirs sóttu stjórnmálafræðing á Akuyreyri, hafi ég heyrt rétt í morgun, til að túlka fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins á þann veg að Bjarni Benediktsson hafi styrkt sig svo í sessi !

Hvað er ekki vinstri elítan búin að segja oft að Hanna Birna sé að ganga að flokknum dauðum ! 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.9.2014 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband