Mánudagur, 1. september 2014
Pútín er ekki Hitler
Af þýskum fjölmiðlum að dæma er Pútin í Rússlandi endurfæddur Hitler. Bæði Welt og Spiegel keyra uppslátt byggðan á þeim orðum Pútín að Rússar gætu lagt undir sig höfuðborg Úkraínu á tveim vikum.
Stríðsæsingamenn austan hafs og vestan eru tilbúnir að mála Pútín sem einræðissegg sem lætur einskins ófreistað að leggja undir sig lönd hér og lönd þar. Yfirvegaðir greinendur benda á hinn bóginn á þá staðreynd að viðbrögð Pútín eru varnarviðbrögð við ásælni ESB og Nató inn í Austur-Evrópu.
Rússland rekur ekki útþenslustefnu í ætt við Hitlers-Þýskaland. Engin yfirþjóðleg hugmyndafræði, í ætt við nasisma eða kommúnisma, er ráðandi í rússneskri orðræðu. Rússland stendur frammi fyrir fólksfækkun og ekki burðugt að leggja undir sig önnur ríki.
Á hinn bóginn eru tvö bandalög í vestri í örvæntingarfullri leit að tilgangi. Pútín sem Hitler er skálkur sem hressir upp á Evrópusambandið og Nató. Ef fólk kaupir áróðurinn.
Vilja senda vopn til Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og þessi greining er hárrétt.
Árni Gunnarsson, 1.9.2014 kl. 20:00
Sæll Páll - líka sem og aðrir gestir: þínir !
Árni Skagfirðingur !
Þarna - fipast hinum ágæta síðuhafa Páli: alls ekkert.
Nógu skilvís og glöggur - til þess að sjá í gegnum Vestræna áróðurs Pentagon/NATÓ/ESB óþverrann / fornvinur góður.
Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.9.2014 kl. 20:17
Vá!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.9.2014 kl. 20:49
Kannski bjarga Rússar Íslandi frá ESB og NATO. Þá verður þú gaman að lifa, ekki satt, Páll og Óskar?
Wilhelm Emilsson, 1.9.2014 kl. 21:04
Sælir - á ný !
Wilhelm !
Ertu fæddur sem flón - að upplagi: eða á þetta að vera einhver fyndni / sem ekki nær Fimmeyringsins virði ?
Hafir þú ekki eftir tekið - tiltók Páll þá staðreynd: hvort sem mönnum líkar betur eða verr / að Rússum fer fækkandi (þ.e. hrap fæðingartíðninnar er slíkt) - líkt og Japönum t.d. v. sömu orsaka.
Þannig að - þú ættir ekkert að óttast það Wilhelm minn / að Rússar verði eilífir augnakarlar/ og kerlingar - yfir Gózen lendunum austan sem vestan Úralfjallanna: teljast góðir að halda í horfinu í cirka 2 - 3 aldir enn / í þeim, efnum.
Með beztu kveðjum - sem öðrum og fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.9.2014 kl. 21:24
Ástandið í Úkraínu er þá bara eðlilegt og manndrápin sjálfsögð og smámál í sjálfu sér úr því að síðuhafi getur skrifað hegðun Pútíns á reikning ESB.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2014 kl. 22:44
Sælir - sem endranær !
Axel Jóhann !
Ég geri ekki ráð fyrir - að þú sért að misskilja Pál / allsendis viljandi: fornvinur góður.
Vitaskuld - eru Bandaríkin helztu hjálparkokkar ESB / þarna: sem víða annarrs staðar // og munum Axel: Bandaríkin - ESB - Ísrael og Saúdí- Arabía: lögðust ÖLL á eitt - að koma öllu til fjandans í Sýrlandi í Marz 2011 og síðan: burt séð frá öllum stjórnarháttum Assads / og Baath flokksins þarlendis.
Páll er einfaldlega - að draga fram einn þáttinn í óeðli og rustaskap Evrópusambandins / þó Bandaríki Obama og EBS Merkel kerlingarinnar - hangi á sömu snúrunni / að öðru leyti.
Sömu kveðjur - sem hinar seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.9.2014 kl. 23:03
Það geta ekki allir verið fluggáfaðir falangistar eins og þú, Óskar minn.
En ertu búinn að gefa drauminn um Rússa-Ísland upp á bátinn? Mér fannst það nú alltaf það skemmtilegasta í því sem þú hafðir að segja.
Rússa-Ísland
Óskarslandið helga
hvenær kemur þú?
Er ESB-nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
Nató-hatrið nógu grimmt?
Hvenær . . .
Wilhelm Emilsson, 1.9.2014 kl. 23:34
Sælir - sem fyrr !
Wilhelm !
Viltu ekki reyna - að FULLORÐNAST betur / áður en þú tekur næst til þess - að þjarka við mig ?
Falangisminn: mun lifa okkur báða með ágætum - sem og annað samtíðarfólk okkar.
Það er ekki - af neinni ''draumsýn'' sem ég tala fyrir yfirtöku Kanadamanna og Rússa á íslenzka hræinu - HELDUR:: og miklu fremur AF ILLRI NAUÐSYN.
Reyndu svo - að lesa betur mína síðu hér á vefnum / áður en þú tekur til við frekari orðaskipta við mig !!!
Með sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.9.2014 kl. 23:58
Róa sig, Óskar ;)
Wilhelm Emilsson, 2.9.2014 kl. 02:18
Það er náttúrulega meira en ótrúlegt að helstu samstarfsaðilar framsjalla og elítunnar og þeirra vikapilta - skuli vera mannréttindabrota- og harastjórnarríkið rússland!
Þetta er alveg ótrúlegt að sjá svona.
Það setur auðvitað ugg að öllum almenningi við að sjá ofsa-hægrimenn fletta svona blygðunarlaust af sér grímunni. Óhugnalegt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2014 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.