Svona skrifaði DV um Guðmund í Brimi

Baráttujaxlinn og útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson, sem kenndur er við Brim, hefur smám saman verið að fóta sig sem helsti og magnaðasti talsmaður útgerðarmanna. Guðmundur hefur yfir sér blæ kímni og visku sem þykir tilbreyting frá hörkunni og áróðrinum sem þykir einkenna LÍÚ.

 Þetta er úr DV.

En auðvitað er aukaatriði að Guðmundur reddaði Reyni ritstjóra frá frá persónulegu gjaldþroti með 15 milljón kr. láni. Þessi lofgjörð um Guðmund getur ekki verið keypt. Bara alls ekki. Og jólasveinar koma til byggða á miðju sumri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Enginn ætti að vera hissa.  Þetta blað er og var kjaftableðill, ekki fréttablað.

Elle_, 31.8.2014 kl. 19:50

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

ROFLMAO

Eggert Sigurbergsson, 31.8.2014 kl. 20:21

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er gott til þess að vita að Guðmundur skuli loksins hafa eignast vin.

Og þvilíkan vin!

Vilhjálmur Eyþórsson, 31.8.2014 kl. 20:25

4 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Elle og Vilhjálmur !

Ættum við ekki fremur - að vera þakklát Reyni Traustasyni og hans fólki / fyrir að fletta ofan af ÓGRYNNI alls lags sora - sem : Ríkisútvarpið / 365 miðlar / Morgunblaðið og Útvarp Saga t.d. ÞORA EKKI að nefna upphátt: ekki einu sinni - innan sinna eigin veggja: gott fólk ?

Ígrundið betur - kosti Reynis og velvild hans: til allrar upplýsingar / áður en þið takið til við að slæma til hans - að nýju / fornvinir góðir.

Með beztu kveðjum sem endranær - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2014 kl. 21:04

5 Smámynd: Elle_

Það sem hann skrifar hefur ekkert með velvild og þor að gera.

Elle_, 31.8.2014 kl. 21:21

6 identicon

Komið þið sæl - á ný !

O jú - Elle mín.

Reynir starfar af kostgæfni - í anda Upplýsingar 18. aldar innar / þeirra Voltaire´s heitins: og annarra valinkunnra.

Reyndu svo - að hætta þessarri þvermóðsku í hans garð - og viðurkenna 1 faldar staðreyndir: fornvinkona góð.

Ekki síðri kveðjur - þeim hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2014 kl. 21:31

7 Smámynd: Elle_

Óskar Helgi, í alvöru?  Ætla ekkert að svara þessu.

Elle_, 31.8.2014 kl. 21:50

8 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Velvild og þor er ekki endilega kostur þegar menn eiga að vera að segja fréttir.

Lélegasti "fréttamaður" ísladsögunnar er sennilega ekki fjarri lagi eftir þessa afhjúpun.

Guðmundur Jónsson, 31.8.2014 kl. 21:54

9 identicon

Sæl - sem fyrr !

Elle - já: Í ALVÖRU !

Það er svo undir þér sjálfri komið - hvort þú treystir þér til að skipta um skoðun á hinu frækna www.dv.is - OG ÞORIR að viðurkenna AUMINGJASKAP flestra annarra ísl. ''fjölmiðla'' Elle mín.

Alls ekki lakari kveðjur - enn aðrar fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2014 kl. 21:56

10 identicon

Guðmundur Jónsson !

Endilega - skoðaðu betur þróun fjölmiðlunar í landinu / síðan þeir Magnús Stephensen: héldu úti Klausturpóstinum - svo og Björn Jónsson með sína Ísafold / og... til dagsins í dag ágæti drengur.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2014 kl. 21:59

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já vá! þetta er bara alveg svakalegt. Og sögðu þeir þetta virkilega á Dv??

En hvað sagði LÍÚ-Moggi þegar hann rógbar Jafnaðarstjórnina og pönkaðist á henni ásamt ótal undirsátum þeirra sjalla á fjölmiðlum? Hvað sagði Moggi??

Og í framhaldi, hvað sagði LÍÚ-Moggi og önnur afleggjara própagandarör sjalla þegar þeir lugu Hörmung uppá þjóðina??

Svara þessu, og síðan má velta fyrir sér því, að ef einn lÍÚ-maður hefur slík óslapar áhrif með því að lána manni milljón - hve mikil áhrif hefur þá LÍÚ-moggi með allt LÍÚ, alla sjallagreifana, á bakvið sig??

Reikniði nú framsóknarmenn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.8.2014 kl. 23:11

12 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Rannsóknarefni þegar fjölmiðlar koma ekki hreint fram gagnvart lesendum sínum. Sí sláandi, af mikilli hógværð (eða þannig) sjálfa sig til riddara sem boðbera gagnsæis og sannleika.

Sama átti sér stað þegar Jón Ásgeir skrapaði frá okkur pöpulnum og bönkum fé á pappír til að starta Fréttablaðinu á sínum tíma. Eða hvort það voru rekstrarvandræði. Man það ekki. Þá var þvi leynt um langt skeið hverjir ættu og fjármögnuðu miðilinn.

Eignarhald á Morgunblaðinu liggur fyrir. Sá er munurinn.

P.Valdimar Guðjónsson, 31.8.2014 kl. 23:36

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þægileg viðkoma hjá þér nafni Helgason! Finnur slæmsku hjá nær allri valdastétt,SÍS og LíÚ, fyrr og nú.Það liggur þá í hlutarins eðli að þeir sem finna þeim allt til foráttu eru alls maklegir að þínum dómi. Fréttamenn eru auðvitað engir aumingjar,varla þeir sem vaða óhikað gegnum Brimskafla útgerðarmanna,til þess að lofsyngja einn þeirra fram yfir aðra-(kjarkurinn!!), sem beyta hörku og áróðri að sögn DV.

Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2014 kl. 01:24

14 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Ef það er rétt að niðurtökur DV séu kostaðar, hver greiddi þá fyrir niðurtökuna á Hönnu Birnu?

Getur verið að sami aðili standi fyrir niðurtöku Hönnu Birnu hjá RUV?
Það var allavega mikið drullumall um Hönnu Birnu í kvöldfréttum RUV á laugardaginn.

Richard Þorlákur Úlfarsson, 1.9.2014 kl. 06:57

15 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Æ sei, Páll. Ég bara spyr - er Guðmundur í Brimi með vængi?

Ragnhildur Kolka, 1.9.2014 kl. 08:21

16 identicon

Komið þið sæl - sem jafnan !

Nafna mín Kristjánsdóttir (kl. 01:24) !

LÍÚ: eru vesalinga samtök / sem ekki ÞORA að taka af skarið - og velta glæpaklíkunni hérlendu þó aflið hafi til þess / svo haldið sé til haga.

Reynir - og hans slekti ÞORA að stinga á graftarkýlum vina þinna í Fimmflokknum: og ég veit fyrir víst / að þér þykir það óþægilegt: að stuggað sé við þessu HELVÍTIS HYSKI nafna mín góð.

Mér er Andskotans sama - hvort Reynir þiggi 15 Milljónir Króna að láni: frá Guðmundi Kristjánssyni / eða 150 / 1500 / 15000 Milljónir Króna: frá Reyni - eða Jóni Jónssyni þér: að segja.

Á meðan - Reynir ÞORIR að taka á málum / sem : Ríkisútvarpið - 365 miðlar eða aðrir STINGA undir stól - er hann á hárréttri leið:: ágæta nafna mín !

Lántökur Reynis hjá hinum eða þessum - þínar eða mínar: koma málinu ALLS EKKERT VIÐ nafna - klárt og kvitt !!!

Ekki lakari kveðjur - öðrum og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.9.2014 kl. 12:11

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að kaupa sér umfjöllun er daglegt brauð á Íslandi.Sumir fjölmiðlar eru beinlínis stofnaðir í þeim tilgangi.Þegar hringt er í fyrirtæki og því sagt að fjalla eigi um fyrirtækið, þá er því kanski stungið að fyrirtækinu hvort það ætli ekki að auglýsa í miðlinum.Ef ekki hvað þá.Mafían stundar það grimmt að hafa samband við fólk og benda því á að það eigi að borga, nú eða lána.Lán sem fyrir liggur að verði aldrei greitt.Ef  Reynir Traustason hafði samband við Guðmund og sagði að sig vantaði peninga, varð þá Guðmundur hræddur.DV hefur fjallað um sjávarútveg og Reynir telur sig sérfræðing á því sviði fór því hann gutlaði á sjó, áður en hann fór í blaðamennsku.Guðmundur hefur ekki verið þekktur fyrir góðmennsku í viðskiptum, né hafa gert eitthvað sem hann gæti tapað á.Sjálfsagt hefur hann talið skásta kostinn að lána-gefa prningana.

Sigurgeir Jónsson, 1.9.2014 kl. 13:58

18 Smámynd: Jón Ragnarsson

Og svona: http://www.dv.is/frettir/2011/7/1/gudmundur-i-brimi-faer-20-milljarda-afskriftir-en-heldur-hlutabrefum/

Jón Ragnarsson, 1.9.2014 kl. 15:45

19 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ég er sammá vini mínum Óskari Helga,það er ekkert blað sem stingur á kýlum þjóðfelagsins betur en D.V. og Reynir Traustason sama hvað hversegir verstir eu þeir sem ekki kaupa blaðið!!!!!

Haraldur Haraldsson, 1.9.2014 kl. 15:55

20 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hana nú, ein gáfuleg fullyrðing Haraldar ,,verstir þeir sem kaupa ekki blaðið,,

Óskar nafni- Reyni skorti ekki kjark,en það gætir mótsagna einmitt,vegna umsagnar DV. að útgerðarmenn beyti hörku og áróðri,en einn skeri sig allt í einu úr G.K. Ein fullyrðing þín um viðbrögð mín,-óþægindi vegna vina minna,er þér jafn óviðkomandi og mér er lán/styrkur sem aðstandendur DV.fá.En Pistill PV.bendir einmitt á að lánuð eða gefin peningafúlga frá auðmanni, þykja jafnan ætluð til gjalda,þannig afgreiðir hver einasti fréttamiðill þá vitneskju. Kveðja með virktum.

Helga Kristjánsdóttir, 2.9.2014 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband