Reynir og DV í vasa Guðmundar í Brimi

Reynir Traustason ritstjóri og aðaleigandi DV átti allt sitt undir Guðmundi Kristjánssyni útgerðamanni í Brimi samtímis sem Reynir stýrði fréttaflutningi af deilum Guðmundar um yfirráðin yfir Vinnslustöðinni.

Reynir viðurkennir að hafa þegið margar milljónir króna frá Guðmundi til að forða sér frá persónulegu gjaldþroti. Samtímis segir Reynir að sú staðreynd hafi ekki haft nein áhrif á fréttaskrif DV um Guðmund og deilurnar um Vinnslustöðina.

Engu að síður faldi Reynir þá staðreynd fyrir blaðamönnum sínum og lesendum að Guðmundur í Brimi héldi útgáfunni á floti og Reyni frá gjaldþroti. Með því að fela þessar upplýsingar viðurkennir Reynir að þær skipta máli.

Allar fréttir í DV um Guðmund í Brimi eru litaðar af því að hann er velgjörðarmaður blaðsins og Reynis ritstjóra sérstaklega.

Hverjir aðrir hafa borgaði Reyni fyrir að taka upp einhver mál og þegja um einhver önnur mál?

DV og Reynir ritstjóri eru eftir þessa afhjúpun algerlega ómarktækir aðilar í umræðunni.


mbl.is Átökin um DV harðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þessi skrif gætu alveg rímað við Moggan líka! Annars skilst mér að fréttir sem Elliði vitnar í séu frá því áður en að Guðmundur lánaði þessa peninga! Og nú stendur til að kæra Elliða fyrir þessi skrif! Er jafnvel á því að Páll þurfi að passa sig á að vera ekki  kærður fyrir þessi skrif hér að ofan! Sýnist að a.m.k. Guðmundur í Brimi og Reynir hafa þarna efni í kæru!

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.8.2014 kl. 12:54

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nú bíðum við spenntir eftir að Páll Vil. gagnrýni Moggann og Davíð Oddsson, með bloggpistlum undir fyrirsögnum "Davíð og Mogginn í vasa LÍU".

Reynir fékk einhverkar milljónir að láni. En Mogginn hefur fengið nokkra milljarða til að haldast á floti.

Skeggi Skaftason, 31.8.2014 kl. 13:12

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eignarhald Morgunblaðsins hefur aldrei verið launungarmál. Dv hefur hins vegar gefið sig út fyrir að vera "frjáls og óháður" fjölmiðill. Nú kemur á daginn að Reynir er í persónulegri þakkarskuld við mann sem á hagsmuna að gæta í stórviðskiptum.

Er það tilviljun að Dv hefur dregið taum velgjörðarmanns síns í þeirri deilu?

Ragnhildur Kolka, 31.8.2014 kl. 13:28

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Davíð, moggi, sjallar, framsóknarflokkur og Páll Vilhjjálmsson allir í vasa LÍÚ.

Afurðirnar svo eftir því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.8.2014 kl. 14:13

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nú skal ég ekki segja, Ragnhildur. Ég les ekki DV reglulega. Gerir þú það? En þú mátt gjarnan setja inn krækjur á þessar hagstæðu fréttir um Guðmund í Brimi, svo að við blogglesendur getum lagt mat á ásakanir þínar og PV.

Skeggi Skaftason, 31.8.2014 kl. 14:58

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég sagði aldrei að Reynir væri heimskur. Það má ljúga með þögninni eins og þú veist sjálfur og Guðmundur er ekki "vinalaus" með Reynir Trausta sér við hlið.

Ragnhildur Kolka, 31.8.2014 kl. 16:25

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hafa fleiri á ritstjórn DV þegið fé á ámóta hátt?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.8.2014 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband