Reynir og DV í vasa Guđmundar í Brimi

Reynir Traustason ritstjóri og ađaleigandi DV átti allt sitt undir Guđmundi Kristjánssyni útgerđamanni í Brimi samtímis sem Reynir stýrđi fréttaflutningi af deilum Guđmundar um yfirráđin yfir Vinnslustöđinni.

Reynir viđurkennir ađ hafa ţegiđ margar milljónir króna frá Guđmundi til ađ forđa sér frá persónulegu gjaldţroti. Samtímis segir Reynir ađ sú stađreynd hafi ekki haft nein áhrif á fréttaskrif DV um Guđmund og deilurnar um Vinnslustöđina.

Engu ađ síđur faldi Reynir ţá stađreynd fyrir blađamönnum sínum og lesendum ađ Guđmundur í Brimi héldi útgáfunni á floti og Reyni frá gjaldţroti. Međ ţví ađ fela ţessar upplýsingar viđurkennir Reynir ađ ţćr skipta máli.

Allar fréttir í DV um Guđmund í Brimi eru litađar af ţví ađ hann er velgjörđarmađur blađsins og Reynis ritstjóra sérstaklega.

Hverjir ađrir hafa borgađi Reyni fyrir ađ taka upp einhver mál og ţegja um einhver önnur mál?

DV og Reynir ritstjóri eru eftir ţessa afhjúpun algerlega ómarktćkir ađilar í umrćđunni.


mbl.is Átökin um DV harđna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ţessi skrif gćtu alveg rímađ viđ Moggan líka! Annars skilst mér ađ fréttir sem Elliđi vitnar í séu frá ţví áđur en ađ Guđmundur lánađi ţessa peninga! Og nú stendur til ađ kćra Elliđa fyrir ţessi skrif! Er jafnvel á ţví ađ Páll ţurfi ađ passa sig á ađ vera ekki  kćrđur fyrir ţessi skrif hér ađ ofan! Sýnist ađ a.m.k. Guđmundur í Brimi og Reynir hafa ţarna efni í kćru!

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.8.2014 kl. 12:54

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nú bíđum viđ spenntir eftir ađ Páll Vil. gagnrýni Moggann og Davíđ Oddsson, međ bloggpistlum undir fyrirsögnum "Davíđ og Mogginn í vasa LÍU".

Reynir fékk einhverkar milljónir ađ láni. En Mogginn hefur fengiđ nokkra milljarđa til ađ haldast á floti.

Skeggi Skaftason, 31.8.2014 kl. 13:12

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eignarhald Morgunblađsins hefur aldrei veriđ launungarmál. Dv hefur hins vegar gefiđ sig út fyrir ađ vera "frjáls og óháđur" fjölmiđill. Nú kemur á daginn ađ Reynir er í persónulegri ţakkarskuld viđ mann sem á hagsmuna ađ gćta í stórviđskiptum.

Er ţađ tilviljun ađ Dv hefur dregiđ taum velgjörđarmanns síns í ţeirri deilu?

Ragnhildur Kolka, 31.8.2014 kl. 13:28

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Davíđ, moggi, sjallar, framsóknarflokkur og Páll Vilhjjálmsson allir í vasa LÍÚ.

Afurđirnar svo eftir ţví.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.8.2014 kl. 14:13

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nú skal ég ekki segja, Ragnhildur. Ég les ekki DV reglulega. Gerir ţú ţađ? En ţú mátt gjarnan setja inn krćkjur á ţessar hagstćđu fréttir um Guđmund í Brimi, svo ađ viđ blogglesendur getum lagt mat á ásakanir ţínar og PV.

Skeggi Skaftason, 31.8.2014 kl. 14:58

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég sagđi aldrei ađ Reynir vćri heimskur. Ţađ má ljúga međ ţögninni eins og ţú veist sjálfur og Guđmundur er ekki "vinalaus" međ Reynir Trausta sér viđ hliđ.

Ragnhildur Kolka, 31.8.2014 kl. 16:25

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hafa fleiri á ritstjórn DV ţegiđ fé á ámóta hátt?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.8.2014 kl. 17:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband