Laugardagur, 30. ágúst 2014
Sigurjón og sannfæringin
Ritstjórn 365-miðla er rúin trausti eftir brotthvarf tveggja ritstjóra og samverkamanna þeirra. Sigurjón Egilsson, sem stóð vaktina fyrir Jón Ásgeir á Fréttablaðinu þegar Baugsmál tröllriðu samfélaginu, var fenginn af eigenda miðilsins til að lægja öldurnar.
Sigurjón skrifar leiðara um sómakennd sína, æru og sannfæringu. Hann segir
það er ekki hægt að svíkja eigin sannfæringu. Það er bara ekki hægt.
Þetta er hárrétt athugasemd. Þegar sannfæringin segir blaðamanni að þóknast eiganda fjölmiðilsins er ekki hægt að svíkja þá sannfæringu. Að minnsta kosti ekki ef maður heitir Sigurjón.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.