Miðvikudagur, 27. ágúst 2014
Makríllinn, fiskurinn sem hélt Íslandi utan ESB
Ísland var ekki með veiðireynslu á makríl og hefði ekki fengið leyfi Evrópusambandsins til að veiða svo mikið sem eitt tonn af þessum flökkustofni. ESB úthlutar veiðileyfum á grundvelli veiðireynslu.
Árlegt aflaverðmæti makríls undanfarin ár er yfir 12 milljarðar króna og munar um minna í þjóðarbúskapinn.
Makríll hóf göngur sínar á Íslandsmið um líkt leyti Samfylkingin lagði fram umsókn um aðild landsins að Evrópusambandinu. Þegar rann upp fyrir þjóðinni að forræði yfir fiskimiðunum færi til Brussel við aðild þá fjaraði hratt undan stuðningi við leiðangur Össurar og félaga.
Makríllinn er vænn fiskur.
Mikil makrílgengd í íslenskri lögsögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður kæri Páll !
Já ég tek undir það : Makríll er vænn fiskur - ekki hvað síst í ljósi þeirrar reynslu sem þú lýsir svo skemmtilega.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.8.2014 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.