Jóni Ásgeiri sýndur fingurinn

Samstöðufundur ritstjórnar 365 miðla í gærkveldi við heimili Ólafs Stephensen fráfarandi ritstjóra lýsir samkennd með ritstjórnarsjálfstæði andspænis ofríki eiganda, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Ólafur skrifaði sinn síðasta leiðara í gærmorgun þar sem hann gagnrýndi skipulagsbreytingar á 365 miðlum, sem miðuðu allar að því að gera ritstjórnina leiðitamari eiganda.

Saga Jóns Ásgeirs í fjölmiðlum er að hann nýtir þá ekki í þágu almennings heldur til framgangs eigin viðskiptahagsmunum.

Nýtt er að starfsfólk ritstjórna 365 miðla, nánast í heild sinni, sýni með ótvíræðum hætti andúð sína á ritstjórnarstefnu Jóns Ásgeirs. Maður tekur ofan fyrir samstöðu frétta-og blaðamanna 365 miðla í þágu ritstjórnarsjálfstæðis og óskar þeim góðs gengis í baráttunni.

 


mbl.is Fréttastofan á bak við Ólaf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ólafur gegnir engu hlutverki í huga JÁJ nú þegar ESB umsóknin er dauð.

Ragnhildur Kolka, 27.8.2014 kl. 10:10

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég tek undir með þér kæri Páll.

Verst að Evrópustofa virðist ekki vita af þessu kæra Ragnhildur !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.8.2014 kl. 11:24

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Vonandi sjá sem flestir hvernig Jón Ásgeir vinnur.

Og hætta að versla við fyrirtæki hans.

Birgir Örn Guðjónsson, 27.8.2014 kl. 13:34

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvaða banki keypti Worldclass-kaupandann?

Þarf ekki að skoða greiðslumat, lánstraust og kaupmátt nýja gæjans á 365°?

Hvar er stóla-setuliðið í fjármálaráðuneytinu? Eru þau að berjast fyrir að búrkukúgun á konum verði áfram leyfð á Íslandi? Og ennþá að hjálpa/vernda bankaræningjabanka?

Þarf ekki bráðum að byrja umræðu um raunveruleikann, hér á þessu fjölmiðla-bankaræningja-áróðurslandi til margra áratuga?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.8.2014 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband