Lekamálið er menningarstríð

Bloggfærsla hér varð tilefni til að auglýsingastjóri DV, Heiða B. Heiðars, skrifaði Facebook athugasemd sem fer hér á eftir í heilu lagi:

Nei Páll Vilhjálmsson! Nú fórstu alveg með það!
Þurftum við í alvörunni að vita að nafngreind íslensk stúlka hafði átt í kynlífssambandi við Tony?
Ha?
Kannski finnst þér vanta inn í lekann hvort henni fannst það gott.
Þú ert nú ekki alveg í lagi

Heiða er dugleg að ,,plögga" fréttir DV og fá aðra miðla til að taka upp fréttir úr þeim miðli. Ekki fremur en ritstjórn DV er Heiðu umhugað um málefnin, að ekki sé talað um sanngirni.

Sifjamál eru hluti af málsmeðferð hælisleitenda hvarvetna í heiminum. Kanadísk stjórnvöld segja skýrt og skorinort að hagkvæmnishjónabönd séu glæpur og eru með sérþjálfaða starfsmenn á sínum snærum til að rannsaka fjölskylduhagi fólks sem sækir um hæli á forsendum hjúskapar.

Það er því ekkert óeðlilegt að hælisleitandi hér á landi, sem kýs að gera mál sitt að opinberu umræðuefni, verði þýfgaður um sifjamál. Upplýsingar um fjölskylduhagi er ekki klámvæðing, líkt og Heiða gefur til kynna.

Heiða leikur sama leikinn á Facebook og DV á netinu. Stíll og framsetning er til þess fallinn að draga þá fram sem eru ,,virkir í athugasemdakerfum." Vinir Heiðu láta ekki sitt eftir liggja:

Hrafn Arnarson: Er hægt að taka svona bjána eins og Pál alvarlega? það ömurlega við þetta er að hann á sér skoðanabræður.

Páll Heiðar: mikið djöfull skammast ég mín fyrir að deila nafni með manni eins og Páli Vilhjálmssyni

Við sem samfélag getum ekki látið fólk eins og Heiðu, Hrafn og Pál Heiðar ráða ferðinni í opinberri umræðu. Okkur setur niður við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sýndarhjónabönd þekkjast hér eins og annarstaðar. Skyndileg hryna hjónabanda íslenskra og "flóttamanna" á síðustu mánuðum vekur grun um að um slíkt athæfi sé að ræða. Hinn langi tími sem tekið hefur að afgreiða þessi mál eykur líkur á þessum vanda.

Það að Hanna Birna hefur hug a að stytta þessa bið hefur vakið reiði þessa hóps "fjölmenningar sinna". Þeir líta það sem árás á málstað sinn.

Ragnhildur Kolka, 25.8.2014 kl. 10:09

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samskipti við gjallarhorn DV eru hverjum manni óholl.

Hún er fádæma dóni með blessun ritstjórans.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.8.2014 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband