Hamas þrífst á stríði

Hamas-samtökin eru hryðjuverkasamtök sem hvorki vilja né geta þrifist án vopnaskaks. Velviljaðir álitsgjafar, svo sem Daniel Hannan og Maurice Ostroff, vekja athygli á því að Gaza gæti verið velmegunarsamfélag.

Ísraelar yfirgáfu Gaza fyrir tæpum áratug og urðu ísraelsk yfirvöld að beita landa sína hörðu, sem höfðu tekið sér þar bólfestu. Allar forsendur voru til að búa arabískum þegnum Gaza betri lífskjör. Landamærin voru opin og iðnaður, verslun og viðskipti á milli Ísraels, Gaza, vesturbakkans og Egyptalands voru í allra þágu - nema þeirra sem kunna helst vopnaskak og hryðjuverk.

Hlutlægir greinendur ástandsins í Gaza, t.d. Jeroen Gunning, sem BBC birtir, og Azeem Ibrahim eru sammála um að örvænting Hamas-samtakanna leiddi til blóðbaðsins sem nú stendur yfir.

Landssvæði Palestínumanna er skipt: Gaza, þar sem Hamas ræður, og Vesturbakkanum, þar sem Fatha er yfirvaldið. Munurinn á þessum samtökum er m.a. að Hamas viðurkennir ekki Ísraelsríki og vill vopnaða baráttu en Fatha viðurkennir Ísraelsríki og vill samninga um tveggja ríkja lausn.

Vegna óaldar annars staðar meðal arabískra múslíma, í Egyptalandi, Sýrlandi og Írak missti Hamas fjárstuðning og stóð frammi fyrir gjaldþroti í sumar. Myndun þjóðstjórnar Hamas og Fatha var á dagskrá en fór út um þúfur vegna þess að Hamas neitaði að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.

Hamas rændi ísraelskum unglingum og drap þá og hóf eldflaugaárásir á Ísrael til að knýja fram gagnárásir Ísraelsmanna. Blóðbaðið átti síðan að nota til að auka stuðning við Hamas.

Hamas eru hryðjuverkasamtök sem kunna ekki að stjórna nema með ofbeldi. Gaza er slömm, ekki vegna Ísraels, heldur vegna þess að Hamas einbeitir sér að vopnaðri baráttu sem er innblásin trúarofstæki. Tillögur um að gera Gaza að Singapúr Miðjarðarhafs stranda á valdspeki Hamas sem tvinnar saman trú og ofbeldi.

 


mbl.is Hamas rændi unglingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll

Hamas viðurkennir Ísraelsríki, en hins vegar þá viðurkennir Hamas ekki þetta Zíonista Ísrael með öllu þessu her- og landnámi á Vesturbakkanum og í Austurhluta Jerúsalem. Hamas og Fatha stjórnmálaflokkarnir hafa reyndar skrifað undir samkomulag sín á milli, en hér á Vesturlöndum er litið á Hamas stjórnmálaflokkinn og þessa uppreisnarmenn sem Hryðjuverkasamtök að hálfu Ísraels, ESB og Bandaríkjanna. Nú fólk í Palestínu lítur hins vegar á stjórn- og her hans Benjamins Netanyahu sem ekkert annað en hryðjuverkasamtök, þar sem að Zíonistar stunda her-og landnám gegn öllum alþjóðalögum, svo og núna standa fyrir þessu hefndarstríði gegn Palestínumönnum á Gaza, og svona líka algjörlega án sannana og dóms í því máli með þessa þrjá unglinga er fundust látnir.

Hamas May Not Have Kidnapped Israeli Teens -- NYMag

What evidence is there that teens were abducted?

Israel admits HAMAS didn't kidnap the 3 Israeli teens after all

"...Chief Inspector Micky Rosenfeld, foreign press spokesman for the Israel Police, reportedly told BBC journalist Jon Donnisonhe that the men responsible for murders were not acting on orders of Hamas leadership. Instead, he said, they are part of a “lone cell.” Further, Inspector Rosenfeld told Donnison that if Hamas’ leadership had ordered the kidnapping, “they'd have known about it in advance.” Israeli police official refutes claim that Hamas kidnapped ...

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.8.2014 kl. 08:57

3 Smámynd: Ragnar Þórisson

Vopnaframleiðendur þrífast líka á stríði.

Ragnar Þórisson, 22.8.2014 kl. 10:01

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi loonymoonie, gerðu það fyrir fjölskyldu þína að taka einhverjar pillur. Ef þú tekur ekki pillur vegna samsærisótta, þá náðu þér í miða til Gaza til að berjast með góðgerðarsamtökunum Hamas. Ég meina það, hvernig á maður að taka einstakling sem aðhylltist Rev. Moon alvarlega, þegar hann er einnig veikur fyrir Hamas?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.8.2014 kl. 12:55

5 identicon

Vilhjálmur Örn Zíonisti

Ég er ekki í samsæriskenningum heldur sannleiksleitandakenningum og ég þjáist ekki af 'samsærisótta' eins og þú? Nú og ég aðhyllist ekki kenningar hans 'loonymoonie' eða Moon Vilhjálmur. En hérna af hverju ertu að segja mér fá mér"..miða til Gaza til að berjast með góðgerðarsamtökunum Hamas..", og þar sem þú vilt að fólk styðji Hamas, af hverju ert þú ekki fari til Gaza til berjast fyrir málstað Hamas, Vilhjálmur? 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.8.2014 kl. 15:04

6 Smámynd: Elle_

Hvort er Vilhjálmur opinber eða sjálfskipaður læknir?  Það er ekki við hæfi, aldrei, að ætla öðrum að taka lyf eða pillur (nema kannski komandi frá lækni manns).

Elle_, 22.8.2014 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband