Gunnar Smári, Benedikt J. og næsti jaðarflokkur

Gunnar Smári Egilsson er með Fylkisflokki sínum kominn í hörkusamkeppni við Benedikt Jóhannesson sem ætlar að stofa Viðreisn. Báðir flokkarnir róa á sömu miðin, að Ísland sé ónýtt. Gunnar Smári vill Ísland sem fylki í Noregi en Benedikt J. að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Ónýta-Ísland rökin standast illa skoðun. Við komum fjarska vel út í samanburði við aðrar þjóðir. Þeir sem  halda á lofti sjónarmiðinu að Ísland sé ónýtt eru oft menn með stóra drauma um sjálfa sig og bera takmarkaða virðingu fyrir hversdagslegum staðreyndum. Þótt þeim gangi illa að sannfæra aðra um að taka sig til leiðtoga gefur stórlætið þeim seiglu. Samkeppni Gunnars Smára og Benedikts J. er á milli tveggja spámanna í leit að framtíðarlandi fyrir sjálfa sig og aðdáendahópinn.

Vinstrimenn og kósí-fólkið sem kaus Bjarta framtíð er líklegast til að kjósa næsta jaðarflokk. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er nokkuð vel liðinn af þessum kjósendahópi og hann gefur ekki mikið fyrir stjórnmálabrölt Gunnars Smára. Staða Benedikts J. er öllu vænlegri á talandi stundu en það er langt til kosninga. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta krefst nú leiðrettingar.

Það er enginn að tala um að ,,Ísland" sé ónýtt sem slíkt.

Það er verið að tala um, að Íslandi og innbyggjum sé miklu mun betur borgið með samstarfi við Nojara eða Sambandið ef því er að skipta, heldur en undir ofsa fáráðlinga-stjórn elítunnar hér uppi í fásinni.

Þessum sjónarmunum mun bara vaxa ásmegin því harðar sem framsjallaelítan lúskrar á almúganum þessi misserin sem og hin fyrri misseri er nefndir aðilar hafa verið við kjötkatlana.

Eg er samt helst á því að samband við Danmörk væri skynsamlegast og á þann hátt yrði öllum almúga best borgið hérna. Helst a því. Það er lang rökréttast. Samband við Danmörku.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.8.2014 kl. 16:21

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,þessum sjónarmiðum mun bara vaxa ásmegin" o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.8.2014 kl. 16:23

3 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Ómar Bjarki !

Jú - því miður: er Ísland GJÖRÓNÝTT land. Þökk sé vinum Páls síðuhafa / sem og þér og öðrum VELUNNURUM ísl. stjórnmála glæpa afla sem nú ganga hér laus: Ómar minn.

Búið er - að RÚSTA lífi og afkomu fjölda fólks í landinu - OG ENN ER VERIÐ AÐ:: enda eru Sigmundur Davíð og Bjarni HREINRÆKTAÐIR arftakar Jóhönnu og Steingríms J.

Páll og Ómar Bjarki !

Sameinist nú um það - að viðurkenna þá óhugnanlegu staðreynd / BÁÐIR TVEIR !

Ísland er - óbyggilegt 1/2 árið sökum illvígrar veðráttu / ALLT ÁRIÐ aftur á móti - sökum HRYÐJUVERKA stjórnmála- og embættis manna kerfisins !!!

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - öngvu að síður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 16:38

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er rangt að setja öll stjórnmálaöfl á Íslandi undir sama hatt. Meginvandamálið á Íslandi er, að jafnaðarprinsipp og réttindi almúgans hafa aldrei verið fest í sessi hérna. Á því bera framsjallar ásamt almennum þjóðrembingum alla ábyrgð í raun.

Að öðru leiti minnir þetta soldið á Nýfundnaland.

Þar var sjálfstæði lagt niður vegna hvers? Jú, vegna framferðis elítunnar þar!

Þjóð sem tekur ekki á ofurveldi elítunnar og kemur þvi þannig fyrir að hún sé í böndum og fái aldrei tök á neinni svipu o.s.frv. - hún á alltaf á hættu að allur þorri manna á landinu flýji ofsahátt og sjálftöku elítunnar. Og það er best gert með því að fá hjálp frá utanaðkomandi, velviljuðum aðilum.

Í tilfelli íslands er Danmörk lang rökréttasti og besti kosturinn fyrir land og lýð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.8.2014 kl. 16:44

5 identicon

Sælir - á ný !

Ómar Bjarki !

Vertu ekki - með þetta ÓBOÐLEGA og AUMLEGA yfirklór.

Ísl. stjórnmálahyskið - er JAFN SEKT FJÁRMÁLA GLÆPA ÖFLUNUM !

5000 ÁRA FANGAVIST - til handa Jóhönnu og Steingrími J. / auk Sigmundar Davíðs og Bjarna: VÆRI TILTÖLULEGA VÆGUR DÓMUR þeim til handa - Ómar minn.

Hættu svo - að horfa í gegnum viðbjóðslega Fimm flokka litina (A - B - D - S og V listanna) ágæti Austfirðingur !

Þú getur ALDREI - varið hið óverjanlega / Ómar Bjarki !!!

Með sömu kveðjum - sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 16:59

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mað því að setja öll stjórnmálaöfl í sama hatt - þá ertu bara að styðja ofsatök framsjallaelítunnar á almúganum hérna og alþýðu manna.

Enda eru ofsa-hægrimaður að sjónarmiðum sem gætir vel rúmast innan framsjallaflokksinns.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.8.2014 kl. 17:48

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,enda ertu ofsa-hægrimaður" o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.8.2014 kl. 17:49

8 identicon

Sælir - sem áður !

Ómar Bjarki !

RANGT - af þinni hálfu. Greinilega: hefir þú lesið skrif mín á minni síðu (hér á vefnum) mjög lítið / eða þá illa - ef þú þykist geta komið fram með þessar lítt grunduðu- og nánast: heimskulegu fullyrðingar þínar.

Reyndu - að lesa betur í mín orð / í stað þess að vera með svona hráka smíðar - mér til handa: áður en þú grípur til frekari andsvara.

Eða - sérðu virkirlag ekki stigmögnun óréttlætisins / í samfélaginu Ómar Bjarki ?

Með sömu kveðjum - eftir sem áður: samt /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 17:56

9 identicon

Er - fremur hógvær og lítilátur Falangisti (yst: úti á Hægri brúninni) - svo fram komi.

ÉG hefi ekki fengið orð fyrir - að vera mjög ''ofsa'' fenginn í lífinu til þessa: aukinheldur / Ómar Bjarki.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 17:59

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óskar, Óskar, Óskar, Óskar, sjáðu til, sko, sjáðu hvað þú sjálfur segir maður!

Þú segist vera falangisti - og heldurðu að þú hafir þá ekki ofsa-hægrisjónarmið?? Eg hefi nú haldið það! Eðlilega.

Jafnframt þurfa menn ekkert að vera ofsafengnir í háttum í lífinu til að vera ofsa-hægrimenn.

Það eru sjónarmiðin, megin línan o.s.frv. hugarfars- og hugmyndalega.

Þar smekkpassar þú inní hugmyndafræðina sem framsjallaelítan notar til að koma sjálfum sér til valda.

Fullt af svona dæmum um aðila sem í raun styðja hægri elítu og sérhagsmunaflokkanna þá framsjalla gegn alþýðu manna og jafnaðarprinsippum.

Það sést vel á tali þínu til þeirra aðila er fyrir jöfnuði og félagslegum áherslum í samfélagi.

Allir sem tala gegn hagsmunum almennings og að jöfnuður sé fram borinn ásamt félagslegum áherslum til að vinna jöfnuði sem mestan framgang o.s.frv. - þeir verða að flokkast sem liðsmenn elítunnar og óvinir alþýðunnar.

Það er bara þannig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.8.2014 kl. 19:10

11 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Ómar Bjarki !

Það er þitt vandamál - ekki mitt eða annarra / kjósir þú að snúa hlutum á haus: sem þú gerir rækilega með útúrsnúningi minna orða.

Eða - hvatti ég ekki: TIL MINNST 5000 ÁRA dýflissu vistar ísl. stjórnmála forynjanna - hér að ofan (kl. 16:59) ?

Til dæmis ?

Hvar - þykist þú sjá ''stuðning'' minn / við þessi Helvítis úrhrök Ómar minn ?

Skiljanleg aftur á móti - viðleitni Gunnars Smára Egilssonar og hans fólks til Norsku úrbótanna / þó ekki sé ég þeim sammála - fremur en þið Páll - svo sem.

Ég hefi oftsinnis - bent á HREINA YFIRTÖKU Kanada og Rússlands á íslenzku rústunum - aftur á móti / þó þú hafir ekki eftir tekið kannski - Ómar Bjarki !

Sízt lakari kveðjur samt - en aðrar og seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 19:38

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Yfirtaka Kanada á íslandi mundi ekki meika neinn sens sögu- og menningalega séð. Og ekki Rússlands heldur en auk þess er Rússland alræmt harðstjórnar og mannréttindabrotaríkji sem fáir vilja hafa saman við að sælda - nema þá ofsa hægrimenn hér uppi og þjóðrembingar ásamt forsetagarmi. Öðrum er nú ekki til að dreifa hvergi í heiminum - nema þá rússum sjálfum af þjóðrembings ofsa sökum.

Varðandi Noreg sérstaklega, að mér finnst samband þar milli Noregs og Ísland - ekki heldur meika nógu mikinn sens. Jú jú, Ísland var í eina tíð hluti Noregs en það var einhverntíman í fornöld og afar fátt er í raun vitað þar um td. má nefna að Gamli Sáttmáli svokallaður er sennilegast falsaður og nánast hægt að ganga útfrá því sem vísu.

Samband við Danmörku meikar hinsvegar fullkomlega sens að öllu leiti menningar-, sögu-, og samfélagslega og myndi líka gagnast allri alþýu manna miklu mun best. Ókeypis menntun og heilbrigðisþjónusta? Hvað segja hægri menn um það og íslensk elíta? Nei nei! það mega hægriofsamenn, elíta og almennir þjóðrembingar ekki heyra á minnst!

Aðeins elítan hérna og vel stæðir framsjallar skulu getað menntað sig og núna eru þeir byrjaðir að skera hina sjúku niður við trog. Eins og við var að búast. Það passar. Þeir lofuðu 12 milljörðum. þetta eru efndirnar. Framsóknarsvipan á loft og hinir snauðu og sjúku lúbarðir svo framsóknarmenn geti mokað nokkru meiri fjármunum undir elíturassana.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.8.2014 kl. 23:01

13 identicon

Sælir - enn og aftur !

Ómar Bjarki !

Ljóst er - að sjónarmið okkar fara ekki saman / en..... sameiginleg niðurstaða okkar er ÞÓ: að ALLIR aðrir kostir eru skoðunar- og framkvæmdarinnar virði - en ÓBREYTT uppihald innlendu stjórnmála úrhrakanna - ágæti Austfirðingur.

Það er þó nokkur niðurstaða - í ljósi þeirra Himna og Hafa / sem annarrs skilja að okkar sjónarmið - Ómar minn.

Sömu kveðjur - sem og þær seinustu /

e.s. Nú kunna Páll síðuhafi og aðrir honum sama sinnis að nötra af bræði / út í okkur báða - en það verður þá bara að hafa það Ómar Bjarki.

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband