Launafólk eltir forstjórana

Sumarstarfsmenn gátu í vor samið um hærri laun fyrir lagerstörf, í ferðaþjónustu og iðnaði vegna þess að það var skortur á vinnuafli. Þegar sumarfólk fær laun umfram kjarasamninga þá er víst að fastir starfsmenn eru á betri kjörum en samningar segja til um.

Á hinn bóginn er ljóst að hálaunafólk heftur tekið til sín stærri hluta launakökunnar síðustu misseri og það án þess að mikið veður hafi verið gert út af því.

Kjarasamningar eru iðulega þannig að almennir launamenn koma í humátt á eftir forstjóraliðinu og krefjast sömu hækkana.


mbl.is Búast við meiri hörku í kjaraviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

'Eg held að það verði að skipta út mannskapnum hjá ASÍ svo það verði einhver von fyrir vinnandi höndina hérna á landinu Páll...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.8.2014 kl. 12:25

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ingibjörg.

Taktu eftir því sem Páll bendir réttilega á, að launafólk, þar sem skortur er á mannafla, hefur laun langt umfram kjarasamninga. Markaðurinn sér um sína greinilega - sem betur fer.

Hitt er annað að sú staðreynd liggur fyrir að smáfyrirtækið Bláa lónið, í samanburði við Olis eitt af 3-5 stærstu fyrirtækjum landsins, veitir forstjóra sínum vel á þriðju milljónum króna betur í laun ! Annað hvort rukkar raforkuverið Bláa lónið of lítið fyrir leðjuna góðu sem orkuverið leggur til í lífæð Bláa lónsins, eða græðgi í miðasölu Bláa lónsins sem og í pulsusölu og annarri matsölu er í slíkum hæðum að athugunarvert er.

Það hefur svo sem oft verið rætt opinberlega að vel sé í lagt í allt sem viðkemur álagningu þessa fyrirtækis. En er snilld forstjóra Bláa lónsins slík og fjöldi í mannaforráðum hans sé slík umfram Olís að það réttlæti vel á þriðju milljón króna umfram forstjóra Olís ? Hjá Bláa lóninun starfa kannski á bilinu 1-150 manns. Ætli starfsmenn Olís séu ekki yfir þúsund talsins.

Þá er starfsmannastefna Bláa lónsins athugunarverð einso og sést á þessu :

„ÚRSKURÐARORÐ:

Bláa Lónið hf. braut gegn ákvæðum 29. og 30. gr. laga nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof, við uppsögn A, úr starfi deildarstjóra baðsviðs í heilsulind fyrirtækisins.“

http://www.urskurdir.is/Felagsmala/UrskurdarnFaedingarogForeldraorlofsmala/nr/2017

Það er greinilega ekki nóg að starfa hjá ofurlaunaforstjóra til að njóta almennr réttinda að lögum.

En skyldi starfsmaður á plani hjá Bláa lóninu njóta aðstöðu Bláa lónsins í launum jafn vel og forstjóri þess ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.8.2014 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband