Vg vill Ísland á bannlista

Formaður Vinstri grænna vill að íslenskum fyrirtækjum verði bannað að selja vörur til Rússlands. Í frétt RÚV segir

Formaður Vinstri grænna segir nauðsynlegt að fá svör við því hvers vegna Íslendingar séu ekki á lista yfir þær þjóðir, sem bannað hefur verið að flytja matvæli til Rússlands.

Hatur Vg á íslenskum hagsmunum nær nýrri lægð með þessu útspili formannsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er auðvitað alveg nauðsynlegt fyrir landið og lýðinn að það sé upplýst afhverju Ísland er ekki með á listanum.

Norskur fræðimaður hefur bent á þann möguleika, að rússar hafi talið Ísland svo lítið og ómerkilegt að það tæki ví ekki að minnast á það eða þá að þeir rússar hafi bara gleymt að setja Ísland á listann.

Það er einn möguleiki.

Aðrir möguleikar, og þeir skuggalegri, eru vissulega fyrir hendi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.8.2014 kl. 20:49

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og LANDRÁÐFYLKINGARMENN líka á þessum lista.  Það virðist vera keppikefli vinstri manna að skaða hagsmuni landsins eins og frekast er mögulegt, þegar þeir eða taglhnýtingar þeirra eru ekki við stjórnvölinn.  Eins og sést á athugasemd Ómars Bjarka!!!!!!!!!!!!!!

Jóhann Elíasson, 8.8.2014 kl. 20:55

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kanski að menn hafi gleimt þvi hverjir komu til hjálpar þegar bretar, norðmenn og aðrar evrópu þjóðir settu viðskiðtabann a islenzkan fiskutfluttning her um árið?

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 8.8.2014 kl. 21:15

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Blint hatur Ómars Bjarka á landi sínu og þjóð er öllum löngu kunnugt.

Hann og aðrir ESB aftaníossar þola ekki sjálfsstæði þjóðarinnar og vilja þess vegna allt til vinna til þess að vinna okkur og þjóðinni allt til miska.

Það er sannarlega rétt sem Jóhann Elíasson segir hér að ofan um þetta vandræða hyski, þetta er sannkallað Landráðafylkingar lið !

Gunnlaugur I., 8.8.2014 kl. 21:55

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er merkilegt, verður að teljast, að menn skuli koma hér og úthrópa og úthúða mann og annan - fyrir að fallast ekki á það og styðja að landið og þjóðin leggist marflöt undir hvað það harðstjórnar- og mannréttindabrotaríki útí heimi sem kemur hér upp og bíður elítunni bein að naga.

Það verður að teljast merkilegt.

En eigi kemur á óvart að þar sé um ofsa-framsjallasinnaða grautarhausa um að ræða. Kemur eigi á óvart.

Forsfeður þessara framsjallamanna var á móti því að alþýða manna fengi lágmarksréttindi hérna. Alltaf á móti.

Sem dæmi, þá voru þeir á móti Vökulögunum margir hægrimennirnir á sínum tíma.

Sjallar vildu bara getað haldi vinnumenn eins og þræla og látið þá vaka marga sólarhringa ef því var að skipta. Sem þeir og gerðu með skelfilegum afleiðingum.

Þetta kann ekki að skammast sín sem kunnugt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.8.2014 kl. 21:56

6 Smámynd: Elle_

Sjallar, sjallar, sjallar.   Það var enginn að tala um sjalla nema þú.  Það var verið að skrifa um Rússland og hinn hvolfda formann VG sem skringilega enn gengur laus.

Elle_, 8.8.2014 kl. 22:10

7 Smámynd: Elle_

Við ættum ekkert að vera með evrópskum stjórnvöldum í bandi gegn Rússlandi.  Þar fyrir utan ætti í alvöru að hjálpa Ómari að fara úr landinu sem hann hatar.

Elle_, 8.8.2014 kl. 22:17

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í sandkassanum: Steingrímur: "Já ég vil fá skýr svör, hvers vegna í a-skotanum stendur á að þessi þjóð fær að senda matvæli til Rússlands,? Rödd að handan; “Ertu ekki Íslendingur Steingrímur og fagnar með þjóðinni? -Ég er Evrópumaður Íslendingar eiga ekkert með að sleykja sig upp við Pútin og skemma fyrir Esb.

Helga Kristjánsdóttir, 9.8.2014 kl. 01:54

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af fréttinni virðist mega skilja, að Katrín Jakobsdóttir, form. VG, vilji t.d. koma í veg fyrir, að laxeldisfyrirtæki hérlendis nýti sér það sóknarfæri sem þarna býðst á Rússlamdsmarkaði með lokun á innflutning þangað frá Noregi o.fl. löndum.

Fyrir hvern er þessi Katrín í pólitík? Var hún kosin í Brussel eða Reykjavík?

Jón Valur Jensson, 9.8.2014 kl. 03:48

10 identicon

Ómar Bjarki Kristjánsson, málfar þitt bendir til þess að þú sért ei af Íslensku bergi brotinn.  Þér ber best að segja eftirfarandi.  Ísland var byggt af fólki, sem flúði Norðurlönd, og Evrópu.  Vegna ofríkis þessa óþjóðalíðs.  Landið er lítið, og hefur engin efni til þess að standa uppi sem óvinur eins eða neins.  Það á sér ekkert bolmagn, til að leggja þessu völl.  Eina vörn landsins, og landsmanna, er að hafa sama háttinn á og Sviss ... hlutleysi.

Ef þér finnst annað, er þér frjálst að flytja til ESB og berjast þar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 07:50

11 identicon

Síðan má bæta því við, að Ísland hefur engann rétt til þess.  Að krefjast þess, eða beiða þess yfir höfuð. Að aðrar þjóðir, standi fyrir vörnum landsins.  Og bretar biðu ekki eftir heimboðum, áður en þeir stigu á land og óðu um það á skítugum skónum.  Landsmenn hafa ekki enn spurt, svo að svar fáist, hvar fólkið er sem "hvarf" af landinu.  Ef vinir eru tilbúnir að gera slíkt, hvað haldið þið að þið megið reikna með ... frá óvinum ykkar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 07:54

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Einkennilegur andinn sem svífur hérna yfir vötnum og ekki er laust við að gamalkunnur þefur liggi í loftinu. Þegar nánar er "þefað" beinist nefið meir og meir í óvænta átt, að katólska karlgreyinu hérna sem fæstir nenna reyndar að hlusta á núorðið. Og þefurinn, já þefurinn af honum kemur sannarlega á óvart, það stígur nefnilega upp úr karlinum ósvikin RÚSSNESK VODKAFÝLA! En eins og þar stendur, "Allt er í heiminum hverfult"

Magnús Geir Guðmundsson, 10.8.2014 kl. 01:35

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú hefur nú oft skrifað ómerkileg innlegg, Magnús. Þetta er eitt af þeim. Ertu að reyna að mæla þig niður í augum lesenda?

Jón Valur Jensson, 10.8.2014 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband