Föstudagur, 8. ágúst 2014
Ísland á ekki aðild að Úkraínu-deilunni
Evrópusambandið og Rússland takast á um áhrif í Úkraínu. Stjórnvöld í landinu eru lengi búin að vera gerspillt. Þegar Rússland hirti Krímskaga af Úkraínu, sem fékk skagann gefins á tímum Sovétríkjanna, töldu málsmetandi menn í Evrópu, t.d. Helmut Schmidt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands, það réttmæta aðgerð.
Evrópusambandið ætlar sér sterk ítök í Úkraínu. Í vestrænum fjölmiðlum er jafnvel talað um síðnýlendustefnu ESB gagnvart Úkraínu. Vaxandi ítök ESB tortryggir Rússa og það með rökum. Stórríki Vestur-Evrópu, Frakkland og Þýskaland, sendu óvíga heri til Rússlands á 19. og 20. öld.
Ísland á ekki aðild að Úkraínu-deilu Rússlands og Evrópusambandsins og ætti að halda sig til hlés.
Ísland ekki á bannlista Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Loksins kemur einhver skoðun að viti í þessum málum ... fyllilega sammála þér, að Ísland á að halda sig til hlés. Í öllum átakamálum erlendra ríkja.
Ég myndi jafnvel telja, að það er mikilvægt fyrir Ísland og sérstöðu þess, að kenna í skólum nákvæmari sögu en þá sem er almennt kennd í Evrópu. Því það er hætta á að börnin falli fyrir áróðri, eins og almennt er um allan heim, en nauðsynlegt að sem flestir læri að sjá í gegnum hann. Og sjá, þá aðila sem spila þessi spil fyrir það sem þeir eru, og ekki ímyndað efni sem oft er básúnað.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.8.2014 kl. 15:01
Að sjálfögðu á ísland aðild þarna að. Að sjálfsögðu.
Nato? Hafa hægrimenn heyrt um það??
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.8.2014 kl. 15:27
Ómar möntrusönglari.
Hver eru rökin á fullyrðingum þínum um bankana og hrunið ? Stattu við stóru sleggjudómana !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.8.2014 kl. 17:00
Auðvitað ætti Ísland að halda sig til hlés en svo er ekki. Gunnar Bragi var í Úkraínu til að sýna að ríkisstjórn Íslands stæði með Úkraínustjórn. Það er ekki að halda sig til hlés.
Ármann Birgisson, 8.8.2014 kl. 17:43
Predikari, vertu úti vinur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.8.2014 kl. 20:44
Ég skil ekki alveg þessa umræðu, t.d. hjá Kötu Jak í kvöldfréttum. Semsagt við þurfum að leita skýringa hví oss sé eigi refsað. Umorðað; við heimtum að vera alveg eins og ESB. Alltaf.
Er möguleiki að þetta hafi með eitt að gera. Sumsé að Ísland er friðsöm þjóð. Hefur engan her. Er öðruvísi en löndin á meginlandinu. Hefur aldrei átt í stríði við nágranna sína. Beinir viðskiptum sinum og verslun í allar áttir.
En kannski tekst einhverjum að heimta refsingum og snúa Rússum. Etv. mun þingflokkur VG senda bænaskjal.
P.Valdimar Guðjónsson, 8.8.2014 kl. 21:49
Íslendingar eiga að bjóðast til að vera milligöngumenn í leit að friði, eða bjóða hér fram hlutlausa aðstöðu fyrir stríðandi fylkingar að mætast í friði.
Steinarr Kr. , 8.8.2014 kl. 22:00
Einmitt Ármnn, það er ekki að halda sig til hlés,þegar Gunnar Bragi drífur sig til Úkraínu,þótt ég muni ekki tilgang þeirrar ferðar. Hann er afskaplega orðvar,virkar hræddur um að fá andstöðu á móti,alla vega miðað við fyrir ráðherradóm. Vigdís á að vera í eldlínunni,alls óhrædd og hefði verið búin að draga svokallaða umsókn um Esb til baka.
Helga Kristjánsdóttir, 8.8.2014 kl. 22:36
Sæll Páll
Hvernig er það eigum við ekki alltaf að styðja svona skipaðar ríkisstjórnir (strengjabrúður), eða þar sem að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa núna borgað meira en 5 milljarða dollara fyrir þessa byltingu (coup d'état ) þarna í Úkraínu, og svo þar sem þau Victoria Nuland og Geoffrey Pyatt settu saman og skipuðu þessa ríkisstjórn landsins sem er við völd í dag (sjá viðtal)?
Var það ekki bara gott hjá honum Gunnari Braga að fara þarna út sérstaklega til þess eins að taka í höndina öllu þessu ofbeldisfulla- og skipaða liði er hefur staðið fyrir öllum þessum mótmælaaðgerðum með molotov- cocktail- sprengingum, skothríð, grjótkasti og íkveikjum á opinberum byggingum?
Fólk er sem betur fer farið að átta sig á allri þessari lygi með að Rússar eigi að hafa hernumið Krímskaga, eða þar sem að Rússar hafa verið með 16. þúsund manna herlið á Krímskaga í meira en tíu ár skv. samningum. Nú og þar sem það var Héraðsstjórn á Krímskaga sem ákvað að láta reka Úkraínska herinn í burtu, eða þar sem að Héraðsstjórnin viðurkenndi ekki svona skipaða og ólöglega ríkisstjórn landsins er tók völdin með ofbeldi í Kænugarði. En hvað auðvita vilja menn eins og Gunnar Bragi alls ekki að Krímskagi sé sameinaður Rússlandi aftur, þrátt fyrir að skaginn hafi tilheyrt Rússlandi í meira en 300 ár, þar sem að Gunnar Bragi fer eftir öllum áróðrinum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, sama hvað og styður stjórnvöld í Úkraínu.
Nú sem betur fer þá er það núna farið að skýrast hverjir skutu niður MH17 flugvélina US analysts conclude MH17 downed by aircraft
“Support MH17 Truth”: OSCE Monitors Identify “Shrapnel and Machine Gun-Like Holes” indicating Shelling. No Evidence of a Missile Attack. Shot Down by a Military Aircraft?
'Why did Ukraine SU-25 fly same path as MH17, simultaneously at same altitude?'
Þessi bylting þarna í Úkraínu hefur greinilega skilað sér til að koma að öllum þessum strengjabrúðum, og svo til þess að koma á öllum þessum samningum fyrir Shell og Chevron. En þetta Úkraínska lið er án efa stórmerkilegt allt saman, ekki satt?
"The oligarchs are doing well in Ukraine, Kolomoisky was given a governorship, Poroshenko himself is the president, Timoshenko was released from prison, and now Yuriy Kosyuk will be responsible for defense issues in the presidential administration. Then there is Alexander Turchinov, who was investigated in February 2006 along with his SBU deputy Andrei Kozhemyakin, regarding destroying FBI files. He was also investigated for destroying documents implicating Yulia Tymoshenko in crimes. Then there are known traitors to Ukraine like the head of the SBU Valentin Nalyvaichenko, who was recruited by the CIA and even provided the CIA with their own room in the SBU headquarters to browse files. Vitaly Klitschko and Arseny Yatsenyuk, who were revealed to be nothing more than puppets for Victoria Nuland and the West, Deputy Prime Minister Aleksandr Sych from Svoboda, as well as many other Svoboda members, such as Andrey Parubiy, Andrei Mokhnyk, Igor Shvaika and Oleg Makhnitsky – all, who were rewarded with top posts, although none of them were qualified. Then there is the leader of the Right Sector Dmitry Yarosh, who was appointed Deputy Secretary of National Security. Dmitry Bulatov from the Ukrainian Union of Nationalists (UNA-UNSO) and his cohort Tatyana Chernovol. So, Ukraine is now being run by traitors, criminal oligarchs, billionaires and CIA assets and the people, who oppose them, are being eradicated and terrorized into submission."(http://www.globalresearch.ca/kiev-promises-war-against-russia/5390108)
We are the 1%! Kiev gives oligarchs top jobs
Jobs for the boys: Biden's son signs for Ukraine gas giant
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.8.2014 kl. 23:17
Það er ánægjulegt að lesa þessa bloggfærslu Páls, með eftirfylgjandi athugasemdum og þó sérstaklega rökfastri samantekt Þorsteins í lokin.
Það virðist margt benda til að annarleg öfl vinni að því með öllum tiltækum ráðum að spilla fyrir ágætum samskiptum Íslendinga og Rússa, með því að sækjast eftir að taka þátt í þessum "refsiaðgerðum" þó sviðsetningin öll lykti langar leiðir og öll aðkoma utanríkisráðherra okkar að þessari uppsetningu í besta falli grunsamleg.
Jónatan Karlsson, 9.8.2014 kl. 10:44
p { margin-bottom: 0.1in; line-height: 120%; }
Það er fábært að það séu menn sem sjá það sem er í gangi í okkar heimi. Takk Þorsteinn ég er þér 100% sammála. Júðar og kanar virðast geta gert hvað sem þeim líkar. Fréttir á íslandi eru áróðusfréttir og aldrei sagt frá öðrum en frá fréttaveitum vesturvelda og því er erfitt að halda viðræðum við þá sem gleipa þær hrátt. Það eru komnar ansi margar kenningar um að Úkrania hafi grandað MH17 en er einhvar umræða um það á íslandi .
https://www.wsws.org/en/articles/2014/08/09/mala-a09.html
Svanur Þór Eyþórsson, 9.8.2014 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.