Betra er vont yfirvald en alls ekkert

Assad Sýrlandsforseti er harðstjóri líkt og var Saddam Hussein alráður í Írak. Báðir komust þeir til valda á innlendum forsendum, voru vont yfirvald en veittu jafnframt stjórnskipulega kjölfestu. Bandaríkjamenn veltu Hussein af stóli og Írak er að gliðna í sundur. Bandaríkjamenn studdu andstæðinga Assad í Sýrlandi en varpa núna sprengjum á þá.

Arabíska vorið, sem ásamt hernaðaríhlutun Bandaríkjanna í Írak, átti að færa arabalöndum lýðræði gerði það alls ekki heldur braut niður stjórnskipun og leiddi til stjórnleysis.

Bandaríski stjórnarerindrekinn Christopher R. Hill segir Bandaríkin ábyrg fyrir upplausninni í Sýrlandi og Írak þar sem ríkisheildir liðast upp í ættbálkaerjur og trúarstríð.

Bandaríkin, þótt stórveldi séu, eru ekki í færum að byggja upp lífvænlega stjórnskipun í Sýrlandi eða Írak. Það verður ekki gert nema á innlendum forsendum.

 


mbl.is Bretar ætla ekki til Íraks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband