Miðvikudagur, 6. ágúst 2014
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Noregi
RÚV hlýtur að stökkva til og krefja stjórnmálamenn svara um hvenær efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Noregi.
Taka má undir með Andríki sem segir segir
Krafan um aðildina að Noregi uppfyllir líklega sömu kröfur og hugmyndin um aðild að ESB. Meirihluti Íslendinga er andvígur, meirihluti þingmanna er gegn hugmyndinni, ríkisstjórnin er ekki bara andvíg heldur vill hún skiljanlega ekki standa í aðlögun sem hún er andvíg, Norðmenn vilja ekki sýna samninginn og alls ekki hefja viðræður um sjávarútveg nema byrlega blási í könnunum.
Á virkilega að halda þessu máli frá þjóðinni?
Athugasemdir
Já það er nauðsynlegt að RUV, DV, Fréttablaðið og Árni Páll og Co fái það á hreint og segi einnig sína eigin skoðun.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.8.2014 kl. 22:59
Ofsa-hægri mönnum vr eitt sinn lýst sem sérkennilegum grautarhausum - og virðist ofsa-hægri vefurinn staðfesta þá lýsingu í alla staði.
Að öðru leiti er meirihluti íslendinga, á köflum, hlyntur aðild að ESB.
Þessari staðreynd skauta sérhagsmunaklíkurnar og þeirra PR menn oftast framhjá.
Eg er helst á að það séu aðeins áraspursmál hvenær Ísland mannar sig uppí af gerast fulur og formlegur aðili og þjóð meðal þjóða.
Jú jú, sennilega geta grautarhausar staðið gegn því í nokkur ár með propaganda og að sérhagsmunaklíkur ausi fjármunum í áróður og heilaþvott.
En það dugar bara nokkur ár. Þetta gerist af sjálfu sér vegna þess að um sögulega þróun er að ræða.
Svipað og snjór sem bráðnar að vori munu þjóðrembingar koðna niður einn af öðrum. Getur enginn staðið gegn þróuninni til lengri tíma litið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2014 kl. 00:10
Ómar - þú átt enn eftir að svara spurningu um það sem þú slóst fram - en vð skiljum að þú getir ekki svarað því það er ekki til eftir þínum kokkabókum. Þú ert sleggjudómari göturæsisins með Gróu á Leiti sem háyfirdómara þinn og höfuðvitni í möntrusönglæinu þínu.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.8.2014 kl. 00:22
Þetta er víst ekki nýtt fyrirbrigði,sem við höfum kynnst. Í bloggi dr. Hannesar Hólmstein,s,sem heitir “Ættjarðarást” segir frá breskum stjórnmálamanni,Benjamín Disraelis,sem kallaði þetta- (veit að Ómari ,útlendinga snobbara, finnst það fínt á ensku)- Cosmopolitan Critic,s -menn sem eru vinveittir öllum löndum öðrum en sínum eigin.... Og ég sem hélt að svona öfgar finndust bara á íslandi. Mætti hugsa sér að allir Cosmopoliitan Critic-ar heimsins sameinist. Gætum kannski samþykkt að skjóta undir huta þeirra einhverri af eyjunum hér í kring,þeir stofnuðu ríki,þar sem þeir gætu gólað eins og hænsn,sem fuglagarg bjargbúanna okkar dýrmætu,yfirgnæfðu.
Helga Kristjánsdóttir, 7.8.2014 kl. 01:11
Predikari, sorrý en það á það sama við það sem frá þér kemur og sumt sem kemur frá Páli: Óskiljanlegur grautarhausaháttur.
Þú ættir að fara að hugsa þinn gang drengur. Hugleysi og hægri-öfgar eru afar óskemmtileg blanda.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2014 kl. 12:05
Ómar möntrusönglari !
Þú slóst fram fullyrðingu um bankakerfið og hrunið - þú varst vinsamlega beðinn að svara með rökum þinni eigin fullyrðingu. Það getur þú ekki því þú ert með möntrusönglkenningu sem ekki styðst við veruleika sem heimurinn þekkir.
Svaraðu eigin fullyrðingu og sleggjudómi annars wer ekkert mark á þér takandi. ÓMERKINGUR OG MÖNTRUSÖNGLARI ef þú sýnir ekki rök fyrir fullyrðingu þinni. Ekki benda á okkur hin, það varst þú sem varst með fullyrðingu - stattu við stóru orðin !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.8.2014 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.