Þriðjudagur, 5. ágúst 2014
Gunnar Smári, Quisling og nafnlausa burðardýrið
Gunnar Smári Egilsson kveðst í viðtali við norskan fjölmiðil telja líklegt að honum verði jafnað við Vidkun Quisling fyrir að stofna feisbúkk-hóp utan um þá hugmynd að Ísland verði hluti af Noregi.
Gunnari Smára er alveg saman hvort hann sé frægur eða alræmdur, eins lengi og hann fái sviðið, og þá er um að gera að nefna sjálfan sig í sömu andrá og þekktasta föðurlandssvikara sögunnar.
Í viðtalinu boðar Gunnar Smári að Íslendingar verði ríkir á því að Noregur yfirtaki landið og miðin. Hann segir Íslendinga ekki standa undir því að reka velferðarþjóðfélag. Rökin eru þessi
Það er eins og þegar tveir einstaklingar reyna að flytja píanó upp á þriðju hæð. Það er dæmt til að mistakast. Við verðum að velja á milli velferðar og fullveldis. (Det er som når to personer forsøker å bære et piano opp i tredje etasje. Det er dømt til å mislykkes. Vi må velge: velferd eller selvstendighet )
Ólíklegt er að Gunnari Smára verði jafnað við Vidkun Quisling. Einhver gæti minnst hans fyrir innsæið að líkja fullveldi við að tveir menn beri á milli sín píanó; undir þeim formerkjum að vera nafnlaust burðardýr ónýtra hugmynda.
Athugasemdir
Enn finnst engin alvöru skýring fyrir að gefa eða selja landið og miðin, hvað sem þau rembast. Ekki einu sinni frá sannleikselskandi vitsmunafjalli eins og Gunnari.
Elle_, 5.8.2014 kl. 22:19
Sæll Páll - sem aðrir gestir þínir !
Páll og Elle !
Þrátt fyrir - Himna og Höf / í hugmyndafræðilegum skilningi: milli minna sjónarmiða og þeirra Gunnars Smára Egilssonar og hans fólks:: þá eru sjónarmið þeirra FYLLILEGA SKILJANLEG.
Eftir - að við losnuðum við óhræsin Jóhönnu og Steingrím J. var okkur lofað GULLI og GRÆNUM SKÓGUM / af hálfu SVIKA HRAPPANNA Sigmundar Davíðs oog Bjarna.
Merkin - sýna illyrmis verkin þeirra / á hendur landsmönnum - enn skal kafað ofan í 1/2 tóma vasa almennings / til þess að halda uppi Blóðsugu hætti valdastéttarinnar - þessa ógæfulýðs Fimmfalda flokksins (A - B - D - S og V merktan).
Eru ekki - ALLIR aðrir kostir skoðunarverðir / í ljósi þess gott fólk ?
Meira að segja - stjórnun Tonga eyinga (í Kyrrahfinu) svo og Madagascar (austan Afríku stranda) væru geðþekkari valkost ir: en áframhald þessarra innlendu gerpa - sem ráðskast með alla hluti hér - í dag !!!
Þó - sjálfur kjósi ég Kanadísk og Rússnesk yfirráð hérlendis - SEM ALLRA FYRST / reyndar !!!
Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 23:23
Nei, landsala kemur ekkert núverandi stjórn við, Óskar Helgi. Vertu ekki að afsaka landsölumenn.
Elle_, 5.8.2014 kl. 23:29
Komið þið sæl - á ný !
Elle !
ALLT - allt er afsakanlegt / í ljósi núverandi ástands: í landinu.
Heima á Stokkseyri - árið 1970 t.d.: gat komið fyrir að fátækar Verkamanna fjölskyldur ættu einhverjar Krónur afgangs / í lok hvers mánaðar.
Og þá - oftast: EIN fyrirvinna hvers heimilis - gættu að.
Í dag - eru heimilin / flest hver SKULDUG upp í rjáfur: sökum þess viðbjóðs sem við lifum við - nú um stundir.
Og - BIÐRAÐIR: voru ekki vikulegur viðburður / við dyr hjálparsamtka á þeim árum - sem nú er orðin lenzka hér - fornvinkona góð.
Reyndu aðeins - að víkka sjóndeildar hring þinn - Elle mín.
Ekki síðri kveðjur - þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 23:39
Óskar Helgi, vertu ekkert að segja mér að víkka sjóndeildarneitt. Slepptu líka að verja þetta píanókjaftæði manns sem veit ekki muninn á 1 og 2.
Elle_, 5.8.2014 kl. 23:48
Það væri miklu mun rökréttara, skynsamlegra, auk þess að vera í fullkomnu samhengi sögu- og menningarlega að prófa fyrst að spyrja þá dani hvort þeir mundu fást kannski til að taka við landinu aftur.
Eg held að danir mundu hugsanlega fást til þess. Danir eru menn góðviljaðir enda héldu þeir byggð í þessu landi öldum saman.
En það rétt ábendingin hjá Páli að fullveldis/sjálfstæðis hugmyndin sem menn höfðu þarna í gamla daga - þar hefur sagan sýnt að hugmyndafræði manna þarna kringum 1900 var al-+oraunsæ og hreinir draumórar enda byggð á goðsögn og ævintýrum og er þess vegna ónýt hugmynd og er ekkert nema byrði á innbyggjum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.8.2014 kl. 23:53
Sæl - enn sem fyrr !
Elle !
Hvaða ''píanókjaftæði'' - virðist þér ég vera að verja - Elle mín ?
Gætir nokkurs hroka - í garð gamals vopnabróður (mín) / fornvinkona góð ?
Hélztu - að hér yrði allt í HIMNALAGI: bara með því einu / að við losnuðum við Jóhönnu og Steingríms klíkuna ?
Ég trúi ekki - fyrr en ég tek á / að þú styðjir óþverrana Sigmund Davíð og Bjarna - í ljósi MARG MARG SVIKINNA loforða þessarra Andskota !!!
Sömu kveðjur - sem seinustu: vitaskuld /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 23:55
Nei, ég styð engan Bjarna Ben og þú ættir að vita það. Var ekkert að tala um stjórnmálamenn.
Elle_, 6.8.2014 kl. 00:00
Komið þið sæl - á ný !
Elle !
Gott er - að þú styðjir ekki stjórnmála ófétin innlendu / en ...... það er fyrir þeirra tilverknað: sem og þorra embættis manna stéttarinnar að Gunnar Smári áræðir / að fara af stað með sína hreyfingu - hvort: sem mér eða þér eða öðrum líkar betur eða verr - Elle mín.
Um það - snýst málið fyrst og fremst: held ég.
Með sömu kveðjum - og seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 00:09
Og af hverju er Ómar ekki löngu farinn í Danaveldi? Hvað í veröldinni er hann að vilja leggja þessa gríðarlegu byrði á innbyggjara við að halda honum uppi?
Elle_, 6.8.2014 kl. 00:11
Gunnar Smári og Co vilja ekkert að Ísland gangi í Noreg því að þá myndi Ísland líklega aldrei undirgangast stóra drauminn eirra um ESB valdið!
En munum ævinlega að Gunnar Smári og þetta sama fólk vildi líka að Ísland undirgengist ICESAVE þrælahaldið og vildi okkur inn í ESB en sjá nú að hvorugt gengur eftir þá er sjálfssagt fyrr þetta lið að tala um uppgjöf fullveldisins til Noregs til þess að geta haldið áfram að níðast á þjóðinni og tala um ónýta Ísland. Þetta er aðeins millileikur vonsvikinna ESB sinna til þess að níða niður þjóðina til þess að geta síðar búið í haginn fyrir innlimun þjóðarinnar í ESB Stórríkið !
Gunnlaugur I., 7.8.2014 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.