Almenningur niðurgreiði 200 störf fjármálamanna

Fjármálafyrirtækja sem selja lífeyrissparnað framhjá gjaldeyrishöftum krefjast þess að almenningur niðurgreiði störf 200 fjármálamanna, sem eru í vinnu við að grafa undan gjaldeyrishöftum.

Gjaldeyrishöft eru í þágu almennings. Vegna haftanna getur almenningur ferðast erlendis og keypt þjónustu þaðan en samt búið við hagfellt gengi krónunnar. 

Fjármálafyrirtækin sem selja lífeyrissparnað í gjaldeyri skáskjóta sér framhjá gjaldeyrishöftunum. Vitanlega á að loka þessari starfsemi. Og það er næga vinnu að hafa hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi greinarstúfur sýnir algjört ráðaleysi Hörmungarstjórnarinnar og LÍÚ varðandi lausn gjaldeyrishafta jafnframt því að verið er að segja að svokölluð íslensk króna sé ekki gjaldmiðill í alvörunni.

Ennfremur er athyglisvert að helsti talsmaður elítustjórnarinnar virðist bókstaflega vilja setja alla innbyggja í höft og helsi - og það virðist hlakka í honum af ánægju.

Svo eru menn hissa á að allt sé í þvílíka ruglinu hérna. Eigi er ég hissa. Meirihluti kjosenda kaus elítu óbermi að kjötkötlunum sem núna háma í sig kræsingarnar á kostnað almennings.

Skiljanlegt að svokallaður forsætisráðherra sé flúinn og horfinn. Maðurinn sem laug sig til valda með 800 milljarða loforðinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.8.2014 kl. 10:15

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar möntrusönglari !

Þú ert á of sterkum lyfjum - eða skortir lyf. Þú ert með illúsjónir eins og sagt er á góðri íslensku. FATA MORGANA

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.8.2014 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband