Sunnudagur, 3. ágúst 2014
Blaðamennska og valdapólitík
Frétt mbl.is sem er upphafið að svokölluðu lekamáli er unnin á forsendum blaðamennsku, þar sem stuðst er við ýmsar heimildir s.s. samtakanna No Borders og minnisblaði ættuðu úr innanríkisráðuneytinu. Fréttin er málefnaleg og varpar ljósi á stöðu tiltekins hælisleitanda, sem vegna mótmæla No Borders var orðinn að fjölmiðlamáli.
Morgunblaðið stundar blaðamennsku, eins og hún er almennt skilin; að segja frá tíðindum nær og fjær og upplýsa almenning. Réttarkerfið stendur vörð um blaðamennsku, það kom fram í dómi Hæstaréttar þegar lögreglan krafðist þess að fréttastjóri mbl.is gæfi upp höfund og heimild fréttarinnar.
DV stundar ekki blaðamennsku í lekamálinu. Blaðamaður DV, Jón Bjarki Magnússon, kom fram á baráttufundi No Borders samtakanna, eins og Björn Bjarnason benti á. Þar með lýsir blaðamaður opinberlega yfir samstöðu með málaðila í lekamálinu. Jón Bjarki er einn þriggja aðalhöfunda síðustu DV-roku í lekamálinu, sem má kalla Stefánsþátt Eiríkssonar og byggðist á þeim uppspuna að Stefán hefði hætt sem lögreglustjóri vegna þrýstings frá Hönnu Birnu.
Björn hafði áður bent á tengsl DV við samtökin No Borders og fengið hótun frá Reyni Traustasyni ritstjóra um málssókn vegna þess. Að hóta málssókn er ekki blaðamennska heldur hrá valdapólitík.
DV stundar valdapólitík í lekamálinu og hefur sett sér það markmið að koma innanríkisráðherra fyrir pólitískt kattarnef. Í þeirri valdapólitík finnur DV sér bandamenn, t.d. ríkissaksóknara og RÚV sem jafnvel gengur svo langt að birta fésbókarfærslur Reynis ritstjóra eins og um heilagan sannleik væri að ræða.
Takist DV með hjálp bandamanna að flæma ráðherra úr ríkisstjórn Íslands fær DV-útgáfan stóraukið vægi í samfélagsumræðunni.
,,En við höfum svo sem pönkast á honum út í það óendanlega," sagði Reynir í frægu samtali við einmitt Jón Bjarka fyrir sex árum þegar þeim hafði sinnast í tilefni af frétt Jóns Bjarka sem Reynir sló af vegna utanaðkomandi þrýstings. Í sama samtali talar Reynir um að ,,taka menn niður" þegar hann lýsir starfsháttum DV.
Núna er DV að pönkast í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og vill taka hana niður. Takist DV ætlunarverk sitt verður verra að búa á Íslandi en áður vegna þess að þeir menn eru komnir með samfélagsvald sem ekki kunna að fara með það.
Vantraust á ráðuneytið moldviðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bezt væri að leggja DV niður tímabundið meðan falsanir DV á opinberum gögnum fer fram. Og síðan ákæra ritstjórn blaðsins og dæma til refsingar.
Aztec, 3.8.2014 kl. 17:38
Jæja, þar hefur senditík Hádegismóra komið með sína útgáfu af örlögum herfunnar ...
Jón Páll Garðarsson, 3.8.2014 kl. 20:05
Blaðamennska!? Ekkert mál fyrir Jón Pál.
Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2014 kl. 21:33
DV bleðla ætti að nota undir kattakassann, ólesna.
Elle_, 3.8.2014 kl. 23:50
Góð greining hjá þér sem endranær kæri Páll.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.8.2014 kl. 00:16
Ef Páll Vilhjálmsson þyrfti að leita til yfirvalda með mál, sem krefðist þess að yfirvaldið gaumgæfði hans persónulegu hagi, þá hygg ég að Páll myndi ekki vilja að yfirvaldið bæri persónulegar upplýsingar um hann á torg.
Stundum gerist það að yfirvöld eru sökuð um að höndla viðkvæm mál ekki rétt, t.d. barnaverndarnefndir, félagsmálayfirvöld, Umboðsmaður skuldara o.fl. Allt eru þetta dæmi um yfirvöld sem þurfa að afla heilmikilla persónulegra upplýsinga um fólk.
Barnaverndarnefndir geta samt ekki rætt einstök mál í fjölmiðlum, því þá væri rofinn trúnaður um persónulegar upplýsingar. Ef yfirvald myndi vera sekt um slík trúnaðarbrot væri það alvarlegt mál, og gæti verið dæmt fyrir, enda um klárt lögbrot að ræða.
Þannig að þegar einstaklingur fer í blöðin með mál sem varðar t.d. forræði, úrlausn varðandi skuldavanda eþ.h. þá geta yfirvöld almennt ekki svarað fulum hálsi, þau geta almennt ekki rætt einstök mál skjólstæðinga sinna í fjölmiðlum.
Þá svo moggabloggarar og lesndur hér átti sig ekki á því, þá gilda sömu almennu reglur líka um hælisleitendur og útlendinga. Allir eiga rétt á þessum sömu réttindum.
Um þetta snýst lekamálið, sem "blaðamaðurinn" Páll Vilhjálmsson skilur ekki.
Skeggi Skaftason, 4.8.2014 kl. 08:13
Skeggi.
Það fer þér afskaplega illa að gerast slíkur umvandari Páls með slíkri gildishlaðinni yfirlýsingu þinni og um leið með háði sem kann fremur að hitta þig sjálfan. Maður heyrir samt yfirlætislegan hlátur þinn aaf þessu hryggðarinnar innleggi þínu nú.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.8.2014 kl. 08:29
"gildishlaðinni"??
Hvað er gildishlaðið? Að útskýra fyrir fávísum lesendum Páls hugtakið persónulegar trúnaðarupplýsingar með nokkrum dæmum?
Skeggi Skaftason, 4.8.2014 kl. 09:42
Það er grunnhyggni að halda því fram að fram fari rannsókn á vegum lögreglu á ráðuneytinu, bara af því bara og af því DV hefur skrifað um málið. Veit ekki til þess að DV úthluti mönnum stöðu grunaðra í rannsókn á meintu sakmáli.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2014 kl. 12:27
Ef DV var á einhverjum fundi með No Border - var þá MBL á sama tíma á fundi með Sjallamannaflokki?
Það er alveg ljóst að allir sem tengjast á nokkurn hátt Sjallamannaflokki - þeir eru ómarktækir í þessu ljóta sjallamáli.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.8.2014 kl. 12:40
Greinilegt að allir eiga að þegja eftir að beturvitungurinn Skeggi Skaftason hefur talað. Hann greinilega veit allt best og við hin erum bara fávís.
Steinarr Kr. , 4.8.2014 kl. 12:57
Skaftason segir lesendur Páls ekki skilja hvað þýðir rofinn trúnaður. Í alvöru? Það þarf enginn að segja að embætti lögreglu og ríkissaksóknara færu að rannsaka mál vegna slúðurs í skítableðli. En varst það ekki þú sem hældir honum þarna með orðunum DV að þakka?
Elle_, 4.8.2014 kl. 14:00
Ég verð að biðja ykkur afsökunar og leiðrétta misskilning, ég var alls ekki að segja og meina að ALLIR lesendur þessa bloggs væru fávísir. En Páll virðist halda það, og skrifar um málið eins og hann og lesendur hans átti sig alls ekki á grundvallaratriðum þess, að viðkvæmum persónulegum upplýsingum um einstakling var lekið í fjölmiðla.
Skeggi Skaftason, 4.8.2014 kl. 16:41
Viðkvæmum persónulegum upplýsingum er lekið daglega í fjölmiðla, þannig verða til fréttir að öllu jöfnu. Af pólitískum ástæðum var núna ákveðið að nota þetta sem ástæðu til að hefja skæruhernað.
Hvað er tekjublað Frjásrar verslunar annað en fullt af viðkvæmum persónulegum upplýsingum um marga.
Steinarr Kr. , 4.8.2014 kl. 18:00
Steinarr Kr.
Ég gef mér að þú sért ekki læknir, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, sjúkrabílstjóri, félagsfræðingur hjá félagsmálastofnun, eða í sambærilegu starfi með fólki, því svoleiðis fólk VIRÐIR trúnað sem gildir um persónulegar upplýsingar sem það kemst að í starfi sínu.
Þegar þú ferð í banka þá treystir þú því svona ölu jöfnu að gjaldkerinn sé ekki að kjafta um það við vini sína hvaða viðskipti þú áttir við bankann.
Sem betur er lang- langflest fólk sem vinnur með viðkvæmar upplýsingar um annað fólk meðvitað um mikilvægi trúnaðar um persónulegar upplýsingar.
Skeggi Skaftason, 4.8.2014 kl. 20:09
Hvaða undirróður er þetta gegn Steinarr fyrir engar sakir? Það kom alls ekki fram frá honum að hann væri ekki meðvitaður um mikilvægi persónu- og trúnaðarmála. Þú gefur þér að hann sé ekki læknir etc!?
Elle_, 4.8.2014 kl. 22:38
Skeggi, ég er lögreglumaður. Ég vinn með persónulegar upplýsingar, daginn út og daginn inn. Ég veit hvað svoleiðis upplýsingar geta verið hættulegar og hvernig á að fara með þær.
Það breytir ekki þeim staðreyndum að fréttir eru oftar en ekki byggðar á persónulegum upplýsingum um þá sem er verið að segja fréttir um, sem oft á tíðum hefur verið lekið til fjölmiðla og þeir sem er verið að fjalla um vildu ekki að væri lekið.
Fréttir um ætlaðar tekjur manna byggðar á áætlunum geta komið mönnum mjög illa, en á Íslandi telst það góður siður að smjatta á þessum upplýsingum.
Það er stigs en ekki eðlismunur á tekjublaði Frjálsrar verslunar og minnisblaðinu úr IRR.
Steinarr Kr. , 4.8.2014 kl. 22:57
Lög kveða raunar á um að að skattayfirvöld SKULI birta álagningarskrá, svo tímaritið Frjáls verslun er að birta opinberar upplýsingar.
Þú segist vita hvernig skuli fara með trúnaðarupplýsingar. Það er gott. Þú myndir þá væntanlega ekki "leka" því sem þú verður áskynja í starfi, t.d. ef maður býður sig fram í prófkjöri og þú varst kallaður til heimilis hans vegna þess að konan hans kallaði eftir aðstoð lögreglu vegna ofbeldis af hendi maka. Af því þú væntanlega veist að þetta er mjög viðkvæm vitneskja og ekki þitt að koma henni á framfæri.
En hvað ef maðurinn væri hælisleitandi? Og hvað ef þú værir aðstoðarmaður ráðherra? AF hverju finnst þér þá Í LAGI að leka persónulegum upplýsingum en þér finnst EKKI Í LAGI að gera það í störfum þínum sem lögreglumaður??!
Af hverju í andskotanum??!!
Mig grunar að málið sé þetta:
Þú ert góður lögreglumaður, þú sinnir starfi þínu af alúð.
En þú ert sýktur af flokkspólitískri sýki sem gerir að verkum að þú getur ekki tekið hlutlægt á málum eins og lekamálinu, heldur fylgir þú þínu liði. Það er það sem ég held.
Skeggi Skaftason, 4.8.2014 kl. 23:20
Frjáls verslun notar opinberar upplýsingar til á áætla og er þar með ekki að segja satt og rétt frá. Þeir eru komnir langt út fyrir það sem birt er í álagningarskrám.
Þetta "leka" mál er sérstakt af því að það er hamast á því á fullu í ákveðnum fjölmiðlum á meðan það er til úrvinnslu og ráðherra skal ekki gefið grið. Ég tel að hollusta þín Skeggi liggi hjá DV og þeim sem þarna vinna að því einu að pönkast á ráðherra. Flott!
Steinarr Kr. , 5.8.2014 kl. 11:30
Ég myndi halda að ef lögreglumanni væri falið að rannsaka lögbrot, hvort sem það nú er smygl, ofbeldismál, þjófnaður, efnahagsbrot, eða bara hvað sem er, og næsti yfirmaður lögreglumannsins er tengdur málinu (grunaður og/eða nátengdur hinum grunaða) og hefur verulegan hag af því hvernig rannsókninni lyktar, helst án ákæru eða með sýknu, að það geti verið ansi óþægilegt fyrir lögreglumanninn.
Ég hefði talið það mjög óeðlilegt ef yfirmaðurinn væri að ræða rannsóknina ítrekað við undirmanninn, spyrja hvernig gengi, hvort hann gæti "aðstoðað", hvort rannsókninni færi ekki að ljúka, o.s.fr.
Þess vegna finnst mér það fréttnæmt að ráðherra hafi verið að anda ofan í hálsmálið á Lögreglustjóra útaf þessu máli, minnst á það á fjórum fundum og í ótilgreindum fjölda símtala.
Mér finnst satt að segja með ólíkindum að einmitt lögreglumaður eins og Steinarr Kr. skuli gera svona lítið úr þessu máli.
Skeggi Skaftason, 5.8.2014 kl. 12:58
Ég tek undir með Steinarri. Álagningaskráin er í raun mlekamál í sjálfu sér á persónuupplýsingum.
Þó svo að hið fáránlega leyfi liggi fyrir í lögum á að álagningaskráin liggi fyrir á þessu smá tímabili þá er blaða- og tímaritaútgáfa á því fáránleg og hlýtur að teljast ekki á gráu svæði heldur kolsvörtu. Það sér hver maður að Frjáls verslun og DV liggur á biðstofum ýmsum mánuðum saman þar sem slefandi sósar í Einsmálsfylkingunni geta urrað yfir velgengni sumra og haldið uppi öfundarkurri sínu í hið óendanlega.
Fáránlegt að þetta skuli gefið upp. Ég tek fram að ég hef aldrei lent í hópi þeirra sem eru tíundaðir í fjölmiðlum vegna tekna sinna.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.8.2014 kl. 13:09
Skeggi.
Ímyndar þú þér að sjálfur Stefán Eiríksson hafi verið að rannsaka þetta mál sjálfur ?
Þegar ráðherra spyr hvort hann geti eitthvað gert til að liðka fyrir því að þssi rannsókn klárist sem fyrst þá er ekki verið að skipta sér af sjálfri rannsókninni heldur eins og ráðherra spurði löggæslustjórann hvort ráðherra þyrfti kannski að koma með frekari gögn eða upplýsingar til að hraða málinu. Auðvitað er ráðherra áhugasamur um að ljúka málinu á hvern þann hátt sem er - fá niðurstöðu. Þá er eð minnsta kosti hægt að vinna málið út frá því. En DV og ríkisaksóknari eru ekkert áfjáðir að hraða málinu. DV vill „taka niður“ ráðherrann sem er ekki boðlegt að sé gert í hvert sinn sem Reynir byrjar að pönkast að geðþótta sínum á hverjum sem er.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.8.2014 kl. 13:17
Ég er ekki að gera lítið úr málinu. Það eru þeir sem eru búnir að reka það í fjölmiðlum búnir að gera sjálfir, því að greinilegt er að þetta er árás á ráðherra og þá eru öll vopn leyfileg.
Sannleikurinn virðist fyrsta fórnarlambið.
Steinarr Kr. , 5.8.2014 kl. 13:19
Miðað við skrif Sk. Sk. er hann í að verja hinn auma bleðil DV og hatast út í Sjálfstæðisflokkinn. Steinarr telur að hollusta hans liggi hjá DV og það er nokkuð augljóst að það er satt hjá honum.
Elle_, 5.8.2014 kl. 21:28
Hver er undirmaðurinn, Skaftason? Meinarðu að lögregla sé undirmaðurinn? Lögregla, eins og þú veist, vinnur alveg óháð stjórnmálamönnum og rannsakar líka stjórnmálamenn.
Elle_, 5.8.2014 kl. 21:48
Predikari segir
Reynið þið nú að ímynda ykkur að lögbrotið væri annað, t.d. að verið væri að rannsaka hvort ráðherra eða maki ráðherrans væru sek um meiriháttar skattalagabrot (ég er ekki að segja að ráðherrann sé sekur um slíkt, ég nefni þetta sem tilbúið dæmi) - væri þá eðlilegt að ráðherrann væri sí og æ að spyrja hvernig rannsóknin gengi, og hvort hún geti "hjálpað til" ??
Auðvitað er það ekki þannig að Stefán Eiríksson hafi verið að rannsaka þetta sjálfur, en hann er yfirmaður þeirra sem rannsaka málið og þannig er rannsóknin á hans forræði. Og lögreglan er ríkisstofnun sem heyrir undir innanríkisráðuneytið.
Elle segir:
Elle, jú þannig ætti það auðvitað alltaf að virka. En Lögreglan og Lögreglustjóri er nú samt ekki fullkomlega óháð innanríkisráðuneytinu. T.d. skipar ráðherra Lögreglustjóra, og getur auðvitað haft ýmis áhrif á starf og skipulag Lögreglunnar, sem æðsti yfirmaður löggæslumála.
Skeggi Skaftason, 6.8.2014 kl. 06:30
Þetta sagði Einar Gautur Steingrímsson lögmaður í kommenti við frétt í gær:
Skeggi Skaftason, 6.8.2014 kl. 06:34
OK, ég vissi ekki að lögreglustjóri væri skipaður af pólitíkus, datt það aldrei í hug. Kannski mistök að hafa það þannig, en það gerir lögreglu ekki undirmenn neins stjórnmálamanns. Og gott hjá lögmanninum.
Elle_, 7.8.2014 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.