Sunnudagur, 3. ágúst 2014
Ari fróði og elsta auglýsingabrella Íslandssögunnar
Fróðlegt verður að heyra rök Páls Bergþórssonar fyrir því að Ari fróði Þorgilsson sé höfundur Eiríks sögu rauða, sem geymir elstu auglýsingabrellu Íslandssögunnar.
Eiríkur rauði Þorvaldsson fór úr Noregi fyrir víga sakir, líkt og sumir aðrir landnámsmenn t.d. Ingólfur og Hjörleifur. Manndráp fylgdu Eiríki til Íslands og var gerður brottrækur af landi á Þórsnesþingi á Snæfellsnesi. Hann leitaði sér búsetu í landi vestan Íslands og er nafnahöfundur þess. Í Eiríks sögu rauða segir
Það sumar fór Eiríkur að byggja landið það er hann hafði fundið og hann kallaði Grænland því að hann kvað menn það mjög mundu fýsa þangað ef landið héti vel.
Snjöll nafngift getur skipt sköpum.
Páll Bergþórsson í fornleifaleiðangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.